Úrval - 01.06.1954, Qupperneq 57
TRUFLUN Á AÐLÖGUN
55
dómsvaldinum er ekki lengur
fullnægjandi. Aftur á móti er
nauðsynlegt að skilja þá sjúk-
dómsmyncL, sem fram er kom-
in og leitt hefur til veikinda.
Enn er vert að minnast á
eitt mikilsvert atriði. Heila-
dingullinn stjórnar -því sem
næst öllum öðrum kirtlum lík-
amans, svo og flestum störfum
líkamans og vexti. Þó að heila-
dinguilinn sé bundinn við heil-
ann þá sýnist hann starfa að
miklu leyti með því að sam-
ræma sína eigin vakafram-
leiðslu við framleiðslu þeirra
vefja og kirtla, sem vakar hans
hafa orkað á, líkt og hitastillir,
sem stjórnar rafmagnskæliskáp
eða miðstöðvarhitun. Þegar hit-
inn nær vissu magni rofnar
rafmagnsstraumurinn, þegar
nægileg breyting verður aftur
á hitanum tengist strainmn'inn
á ný til þess að halda kerfinu
í jöfnum hita o. s. frv. Þótt
heiladingullinn virðist starfa á
líkan hátt, þá er hann þó líka
undir áhrifum af taugasveifl-
um, sem berast með taugaþráð-
um, sem tengja hann við heil-
ann. Eftir þessum brautum
geta sveiflur frá áhyggjum
truflað vakaframleiðslu, sem
stjórnar kynfærum og fleiri
störfum líkamans. Þannig sjá-
um við það, að gamla hug-
myndin um möguleikann á að
stjórna nær því öllum líkams-
störfum á sálrænan hátt er
ekki ýkja langsótt, þegar öllu
er á botninn hvolft, og ætti að
vera hægt að þroska hann líkt
og yogar og ýmsir aðrir hafa
löngum þótzt geta.
G. Th. þýddi.
□---□
N útímablaðamennska.
Enskur biskup kom í heimsókn til New York. Hópur blaða-
manna tók á móti honum. Hann hafði heyrt, að amerískir blaða-
menn væru óprúttnir og betra væri að vera varkár í svörum
við spurningum þeirra.
„Ætlið þér að koma í næturklúbb meðan þér dveljið i New
York?“ spurði einn blaðamaðurinn.
„Eru nokkrir næturklúbbar í New York?“ sagði biskupinn
varkár.
Daginn eftir birtist viðtal við biskupinn í einu blaði borg-
arinnar undir svohljóðandi fyrirsögn: „Fyrsta spurning bisk-
upsins, þegar hann steig á land i New York: „Eru nokkrir
næturklúbbar í New York?“.
— Picture Post.
oo
„I tuttugu ár vorum við hjónin dásamlega hamingjusöm.“
„Hvað skeði svo?"
„Við kynntumst." — Evening News.