Úrval - 01.06.1954, Side 59
FREUD — FAÐIR SÁLKÖNNUNARINNAR
57
myndaheim nútímans. Fyrir á-
hrif frá Freud og kenningum
hans lítum vér öðrum augum
á oss sjálf, á kynlífið og á ýms
geðræn fyrirbrigði en áður. Bók-
menntir, listir og tímarit hafa
tileinkað sér hugmyndir og orð-
tök Freuds. Nútíma barnasálar-
fræði og uppeldisfræði eiga hon-
um einnig mikið að þakka.
Síðast en ekki sízt er Freud
hinn eiginlegi höfundur nútíma
geðlæknisfræði. Það er einkum
tvennt, sem þakka ber Freud á
þessu sviði. Hann setti fyrstur
manna fram þá kenningu, að
mannshugurinn sé ekki einungis
vitundin, heldur einnig hin svo-
nefnda dulvitund, sem ráði miklu
um daglegar athafnir vorar. Áð-
ur en Freud kom til sögunnar,
fjallaði geðlæknisfræðin ein-
göngu um brjálsemi, svo sem
hugklofnun og aðra alvarlega
geðsjúkdóma, sem einungis voru
teknir til meðferðar á geð-
veikrahælum. Freud beindi at-
hygli geðlækna að miklu stærri
hóp manna, sem þörfnuðust
hjálpar — þeim, sem þjást af
taugaveiklun, eru vansælir í lífi
sínu og sjálfum sér og öðrum
til byrði.
Sigmund Freud fæddist 6. maí
1856 í borginni Freiburg, sem
nú er í Tékkóslóvakíu. Faðir
hans var ullarkauppmaður og
tvíkvæntur; Sigmund var elzti
sonur seinni konunnar. Þegar
hann var fjögra ára flutti fjöl-
skyldan til Vín og þar ólst hann
upp.
Sigmund var iðinn og námfús
drengur. Á þroskaárum sínum
hafði hann merkilega sterkt
hugboð um að hann væri borinn
til mikilla afreka, en á hvaða
sviði það yrði hafði hann ekki
hugmynd um.
Þegar Freud var við háskól-
ann í Vín, tók hann fyrsta skref-
ið inn á þá braut, þar sem þetta
hugboð hans átti eftir að ræt-
ast. Ernst von Brucke, kunnur
líffræðingur á 19. öld, gerði hann
að aðstoðarmanni sínum við
rannsóknir og fól honum athug-
anir á taugakerfi mannsins. Við
læknanámið beindist áhugi
Freuds brátt að tauga- og geð-
læknisfræði, og eftir að hafa
starfað með Jean Martin Char-
cot, mesta geðlækni Frakklands
á 19. öld, var hann ekki lengur
í vafa um hvar verksvið sitt
væri.
í sjúkrahúsi Charcots var
Freud vitni að því, að meistar-
inn læknaði geðsjúkdóma með
sefjun, meðan sjúklingamir
voru í dásvefni. Freud fannst
mikið til um þetta, þó að batinn
yrði aðeins skammvinnur þegar
bezt lét.
Áhugi Freuds á dáleiðslu hafði
ekki dofnað, þegar hann hvarf
aftur til Vín og gerðist tauga-
læknir þar. Hugur hans var því
opinn, þegar Breuer skýrði hon-
um skömmu síðar frá konunni,
sem grafið hafði gleymt atvik
upp úr dulvitund sinni í dá-
leiðsluástandi. Og þegar áfram-
haldandi rannsóknir þeirra fé-