Úrval - 01.06.1954, Page 64

Úrval - 01.06.1954, Page 64
62 CRVAL er ekki aðeins, að tónvísi manna sé misjöfn að gæðum, heldur hneigist hún í ýmsar áttir. Vanmat á eigin getu er öruggasta leiðin til að svæfa þá gáfu sem blundar með hverj- um manni. Það er betra, að pabbi eða mamma syngi fyrir börnin sín, jafnvel þó að þau syngi falskt, heldur en að syngja ekki. Ung móðir, sem ég þekki, á þrjú börn á aldrinum tveggja til sex ára og hefur því nóg að sýsla. En þrátt fyrir það, og þó að hún hafi litla rödd og lítið tónsvið, gefur hún sér tíma til að syngja fyrir börn- in, þjóðlög, barnalög, sálma eða hvað eina sem henni þykir gaman að eða kemur í hug þá og þá stundina. Margt amstur og erfiði á þessu heimili hef- ur horfið sem dögg fyrir sólu, af því að móðirin var reiðubú- in að setjast með börnin við grammófóninn, syngja fyrir þau lag eða segja þeim sögu. Og söngelskari börnum hef ég aldrei kynnzt; tvö þau eldri eru þegar farin að syngja betur en móðirin, henni til mikillar ánægju. Og þau hafa næmt eyra fyrir tónlist. Eg held það hafi þroskast við það að hlusta mikið á grammófón. Á þessu heimili velja börnin sjálf þau lög sem þau vilja heyra. Þau eru aldrei neydd til að hlusta á sígilda tónlist, en þau eru heldur ekki látin binda sig við bamalög eingöngu. Afleiðingin er sú, að þau hafa yndi af allskonar tónlist. Á misjöfnu þrífast börnin bezt, og með þess- um misjafna og margbreytilega kosti er lagður traustur grund- völlur af góðum og öruggum tónlistarsmekk. Ég þekki ungan föður, sem setur plötu á grammófóninn í hvert skipti sem hann kemur heim á kvöldin, tekur son sinn, lítinn anga, í fang sér og dans- ar með hann. Þið ættuð að sjá snáðann! Þetta er dýrlegasta stund dagsins, hann nýtur henn- ar af hjartans lyst. Þegar dóttirin, sem er eldri, var orð- in of stór til að dansa með hana í fanginu, lét faðirinn hana standa á borðstofuborð- inu. Þá var hún mátulega há til að dansa við hann! Margir foreldrar hafa sann- reynt, að sá tími sem þannig er helgaður heimatónlist, ber ríkulegan ávöxt. Hann vekur gleði og samhug og ást á tón- list. Áhugi og hæfileikar sér- hvers fjölskyldumeðlims ræð- ur því hvað iðkað er og hvem- ig. Oft koma áður óþekktir hæfileikar fram á slíkum stundum og er þá mikilvægt, að þeir fái að njóta sín og þroskast. Faðir, sem í mörg ár hafði alið í brjósti leynda ósk um að læra að spila á flautu, fékk flautu í jólagjöf í fyrra frá konu sinni og þrem börn- um. Börnin og konan biðu þess með óþreyju að hann færi að læra að spila. Nú æfir hann sig
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.