Úrval - 01.06.1954, Qupperneq 76

Úrval - 01.06.1954, Qupperneq 76
74 ÚRVAL sé út í nákvæma skýringu á til- raun þeirri, sem Louis Slotin framkvæmdi þennan maídag 1946. Nú orðið eru þessar til- raunir gerðar með flóknum tækjum, sem stjórnað er frá mæliborði í 400 metra f jarlægð. En svo mikið er hægt að segja, að tilgangurinn var að safna saman nákvœmlega því magni af kjarnakleifu efni, að hættu- markinu væri náð. Keðjuverkun var með öðrum orðum leyft að byrja, en hún var stöðvuð áður en efnið varð hættulega geisla- virkt og sendi frá sér sömu ban- vænu geislana og kjarnorku- sprengjan þegar hún springur. Vandinn var auðvitað, að vita hvenær ætti að hætta. Slotin var fullkunnugt um hættuna. Að minnsta kosti þrír menn höfðu þegar látið lífið fyr- ir hinum ósýnilegu dauðageisl- um; einn þeirra hafði verið að- stoðarmaður Slotins. Eftir að hann dó hafði verið búið til ein- falt öryggistæki, knúið fjöður, til að ýta í sundur bitum hins kjarnkleifa efnis, þegar við lá að þeir yrðu hættulega geisla- virkir. En Slotin kærði sig ekki um það tæki. Hann „fann þetta á sér“, sagði hann, og auk þess væri hætta á, að maður treysti um of á tækið, sem alltaf gæti bilað. Þennan dag notaði Slotin því Geigerteljara sinn, neinda- mæli — og skrúflykil. Línurit neindamælisins hefur verið geymt. Rauða línan fer smástígandi á blaðinu og sýnir geislamagnið frá málmklump- unum á hverjum tíma. Klukkan nákvæmlega 15:20 hverfur lín- an: geislunin verður svo sterk, að mælirinn getur ekki skráð hana. Hvernig þetta atvikaðist vissi enginn með vissu, ekki einu sinni Slotin. Tilrauninni var næstum lokið — ekki var eftir að færa aðra hálfkúluna nema sem svaraði þriðjung úr senti- metra. „Þegar komið var alveg að hættumarkinu," skrifaði einn þeirra sem viðstaddir voru, „skrikaði klumpurinn einhvem- veginn og bilið lokaðist." Slotin brá örskjótt við. Ef hann hefði ekki ýtt málm- klumpunum sundur, ef hann hefði í þess stað hörfað frá borð- inu, hefði hann ef til vill getað bjargað sér, en sennilega hefðu félagar hans þá látið lífið. Kjarnorkugeislar þurfa ekki að vera banvænir. Það fer eftir því hve stór skammturinn er, en hann er mældur í röntgeneining- um. Banvænn skammtur er venjulega talinn 525 röntgen, plús eða mínus 75. Þegar Slotin greip höndum til að rjúfa keðju- verkunina, firði hann félaga sína hættunni af banvænni geislun, bæði með því að draga úr geislamagninu og stytta geislunartímann. En jafnframt teflti hann sjálfum sér í hættu með því að snerta hið kjama- kleifa efni einmitt á þeirri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.