Úrval - 01.06.1954, Síða 78
76
TÍRVAL
menn líðan Slotins batna stór-
um eftir fyrsta sólarhringinn.
Allt var gert sem unnt var til að
hjálpa honum. Tíu læknar voru
tilkvaddir. Herflugvél var send
eftir foreldrum hans. Þegar þau
komu, leit Slotin vel út, hann
var rólegur og hress í anda, þó
að hann hefði verki í handleggj-
unum. Þegar vinir hans og
starfsbræður komu í heimsókn
til hans, spurði hann, hálft í
spaugi: „Jæja, hver var
skammturinn ?“
Það kom átakanlega í ljós á
fimmta degi. Að morgni þess
dags gerði nýtt einkenni vart
við sig — tungan bólgnaði við
tönn, sem var með gullfyllingu.
Læknarnir fundu lítið, hvítt sár
á tungunni og þá grunaði strax
hver orsökin var: gullið í tönn-
inni var mikið geislavirkt. Gull-
þynna var lögð yfir tönnina og
eimslin hurfu. En þetta var ekki
góðs viti.
Ekki batnaði útlitið þegar
gerð var blóðkornatalning
seinna þennan dag. Það kom í
Ijós, að hinn þögli morðingi var
við iðju sína í blóði Slotins:
hvítu blóðkomin voru hætt að
tímgast og þeim fór ört fækk-
andi.
Sama daginn jókst æðasláttur
Slotins ört. Eftir það gat hann
ekkert nærzt og á sjöimda degi
tók að sækja á hann óráð; tím-
um saman þekkti hann ekki for-
eldra sína eða félaga. Smám
saman seig á hann algert mók,
og árla morguns hinn 30. maí,
á níunda degi gaf Louis Slotin
upp öndina.
Seinna var áætlað, að hann
hefði fengið 880 röntgena
skammta. Það var því augljóst,
að ekkert hefði getað bjargað
lífi hans.
Louis Slotin var ekki frægur
maður, og hann hefur nú hvílt
í gröf sinni í átta ár. En saga
hans er þó þess virði, að hún sé
gerð heyrinkunn, því að hún er
saga um mannlega hetju- og
fórnarlund, þá eiginleika, sem
enn kunna að reynast bjarg-
vættir þeirrar menningar, sem
nú er í bráðri hættu af völdum
þeirra gereyðingarvopna, sem
kjarnorkan hefur skapað.
Stoltir foreldrar.
Prumburðinn — stolt okkar — var orðinn mánaðargamall
og við fórum með hann til kunningja míns. sem átti barna-
vagnaverksmiðju. Við keyptum barnavagn, bjuggum um barn-
ið í honum og ókum heim á leið. Leiðin lá í gegnum lystigarð
og ekki varð stolt okkar minna þegar við 'tókum eftir ao fólki
varð starsýnt á vagninn, og horfði brosandi á eftir okkur. En
þegar við komum heim, varð mér litið framan á vagninn og
sá ég þar álímdan miða, sem á stóð með stóru letri: „Eigin
framleiðsla — rnælir með sér sjálf."
K. Miles í „Reader’s Digest".