Úrval - 01.06.1954, Qupperneq 78

Úrval - 01.06.1954, Qupperneq 78
76 TÍRVAL menn líðan Slotins batna stór- um eftir fyrsta sólarhringinn. Allt var gert sem unnt var til að hjálpa honum. Tíu læknar voru tilkvaddir. Herflugvél var send eftir foreldrum hans. Þegar þau komu, leit Slotin vel út, hann var rólegur og hress í anda, þó að hann hefði verki í handleggj- unum. Þegar vinir hans og starfsbræður komu í heimsókn til hans, spurði hann, hálft í spaugi: „Jæja, hver var skammturinn ?“ Það kom átakanlega í ljós á fimmta degi. Að morgni þess dags gerði nýtt einkenni vart við sig — tungan bólgnaði við tönn, sem var með gullfyllingu. Læknarnir fundu lítið, hvítt sár á tungunni og þá grunaði strax hver orsökin var: gullið í tönn- inni var mikið geislavirkt. Gull- þynna var lögð yfir tönnina og eimslin hurfu. En þetta var ekki góðs viti. Ekki batnaði útlitið þegar gerð var blóðkornatalning seinna þennan dag. Það kom í Ijós, að hinn þögli morðingi var við iðju sína í blóði Slotins: hvítu blóðkomin voru hætt að tímgast og þeim fór ört fækk- andi. Sama daginn jókst æðasláttur Slotins ört. Eftir það gat hann ekkert nærzt og á sjöimda degi tók að sækja á hann óráð; tím- um saman þekkti hann ekki for- eldra sína eða félaga. Smám saman seig á hann algert mók, og árla morguns hinn 30. maí, á níunda degi gaf Louis Slotin upp öndina. Seinna var áætlað, að hann hefði fengið 880 röntgena skammta. Það var því augljóst, að ekkert hefði getað bjargað lífi hans. Louis Slotin var ekki frægur maður, og hann hefur nú hvílt í gröf sinni í átta ár. En saga hans er þó þess virði, að hún sé gerð heyrinkunn, því að hún er saga um mannlega hetju- og fórnarlund, þá eiginleika, sem enn kunna að reynast bjarg- vættir þeirrar menningar, sem nú er í bráðri hættu af völdum þeirra gereyðingarvopna, sem kjarnorkan hefur skapað. Stoltir foreldrar. Prumburðinn — stolt okkar — var orðinn mánaðargamall og við fórum með hann til kunningja míns. sem átti barna- vagnaverksmiðju. Við keyptum barnavagn, bjuggum um barn- ið í honum og ókum heim á leið. Leiðin lá í gegnum lystigarð og ekki varð stolt okkar minna þegar við 'tókum eftir ao fólki varð starsýnt á vagninn, og horfði brosandi á eftir okkur. En þegar við komum heim, varð mér litið framan á vagninn og sá ég þar álímdan miða, sem á stóð með stóru letri: „Eigin framleiðsla — rnælir með sér sjálf." K. Miles í „Reader’s Digest".
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.