Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 92
90
ÚRVAL
mín og reyndi að brosa — það
var eins og bros einmana barns.
„Allan gat ekki komið“, stundi
hún upp. „Móðir hans sendi eft-
ir honum. Hún er veik — og
hún getur ekki hýst okkur bæði.“
„Auðvitað getur hún það
ekki,“ sagði Rústa, sem var nær-
stödd. „Kerlingarherfan! Er
hún ekki regluleg kerlingar-
herfa, læknir?“
„Lýsingin er ekki falleg“,
sagði ég — „en nákvæm.“ Allir
hlógu nema Magga. Hún roðn-
aði, og rödd hennar varð svo
skræk, að allir hættu að hlæja.
„Þetta er ekki sanngjarnt,"
sagði hún. „Þið hafið engan rétt
til að tala svona. Þið skiljið
þetta ekki. Hún hefur fórnað
öllu fyrir Allan. Hann er það
eina sem hún á. Og svo kom
ég í spilið — þegar hann átti
erfiðast og gat ekki gert sér
grein fyrir því að ég var hon-
mn ekki samboðin — ekki þeim
samboðin. Ég er heimsk og Ijót
— og einskisverð manneskja.“
Þessi berorða og ofsafengna
játning kom svo óvænt að allir
fóru hjá sér. Við blygðuðumst
okkar. Rústa fór að hræra eitt-
hvað í skál í mesta ákafa.
„Þú ert konan hans,“ sagði
hún. „Og það er miklu þýðingar-
meira en að vera móðir, það get
ég sagt þér. Við veljum okkur
ekki mæður — en við veljum
okkur lífsförunauta. 0g allir
sem ætla að komast þar upp á
milli — mæður eða aðrir — ættu
skilið að þeim væri gefið dug-
lega utanundir“.
Magga þurrkaði tárin úr aug-
unum og sagði lágt: „Þið megið
ekki segja Allan frá því að ég
hafi hegðað mér svona bjána-
lega.“
Rústa rétti henni disk.
„Þú þarft fyrst og fremst að
fá þér að borða, veslings barn,“
sagði hún.
#
Eins og ávallt barst talið að
lokum að framtíðinni — fyrst
var rætt um jólafögnuðinn, þá
um prófin og loksins það sem
þá tæki við. Allir báru kvíð-
boga fyrir framtíðinni enda þótt
þeir létu lítið á því bera. Hvað
gátu þeir lagt stund á? Þeir
kunna að berjast og deyja. Þeir
höfðu fært sönnur á það. En
það var dálítið annað að lifa frið-
samlegu lífi, eins og Jim hafði
sagt. Veir voru illa imdir það
búnir. Höfðu þeir annars lært
nokkurn skapaðan hlut ? Þeir
voru jafnvel í efa um það.
„Hættið þessu kerlingarvæli!"
sagði Rústa. „Hvað eruð þið
hræddir við? Eg er að minnsta
kosti ekki hrædd.“ Hún hristi
hárlokkana frá heitu og rjóðu
andlitinu. „Hvað sem á dynur,
þá er þeim óhætt, sem getur
búið til góðan mat.“
„En það geta ekki allir búið
til góðan mat“, sagði Jim lágt.
„Ekki get ég það.“
„Þú þarft þess ekki,“ sagði
hún. „Þú átt mig.“ Hún hló
gáskafullum hlátri: „Þú hugs-