Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 106

Úrval - 01.06.1954, Blaðsíða 106
104 ÚRVAL yfir trúarjátningu sinni: „Fólk verður að treysta hvert öðru. Ef traustið vantar, eru orð gagn- laus. Og þó að tvær manneskj- ur beri fullt traust hvor til annarrar, þá eru þær eftir sem áður tvær manneskjur. Hve mjög sem þær hjálpa hvor ann- arri, þá eru þær þó einstaklingar þegar allt kemur til alls. Ef þær geta ekki borið byrðar sínar hvor fyrir sig, þá geta þær ekki heldur borið þær sameiginlega.“ „Þú átt þá við að Jim verði að bjarga sér sjálfur." „Eg veit að ég get ekki gert það fyrir hann,“ sagði hún; „það getur enginn.“ „Ef til vill heldur hún að hún geti bjargað honum?“ „Það er sama hvað hún held- ur,“ sagði Rústa. „Það er undir Jim sjálfum komið —“. Hún stóð upp og kveikti ljósið. „Við skul- um fara,“ sagði hún. Nú vissi ég hvernig málið stóð. Hún var að gefa Jim tækifæri til að sýna að hann væri maður. Ef til vill var þetta rétthjá henni. En ef til vill hafði hún ekki reiknað með því að Jim var or- ustuflugmaður, sem hafði farið í sextíu árásarferðir í stríðinu. # Rústa fór löngu áður en veizl- unni lauk. Allt gekk eins og í sögu og hennar þurfti því ekki lengur við, og auk þess hafði samtal okkar hert á henni að fara heim. Þegar hún var að ganga niður tröppurnar, skautzt maður út úr þokunni og kom á móti henni. Hann hafði auðsjá- anlega verið að bíða eftir henni, og í fyrstu hélt hún að það væri Jim. En svo sá hún hver það var. Hann greip í hönd hennar. Þetta var Allan, og meira að segja allsgáður. Þótt undalegt sé, þá lagðist það illa í hana að hann skyldi ekki vera drukkinn eins og venjulega. „Ég verð þér samferða," sagði Allan. „Ég verð að tala við ein- hvern. Þú ert eina manneskjan hér sem ég treysti. En þú verð- ur að lofa mér einu — þú mátt aldrei segja nokkrum lifandi manni frá því sem ég ætla að segja þér.“ Hún var bæði þreytt og á- hyggjufull, og auk þess óttasleg- in. Annars hefði hún aldrei lof- að þessu. En henni kom ekki heldur til hugar að það gæti ver- ið neitt alvarlegt, sem Allan Harding hefði á samvizkunni. En hún sá að honum leið illa og taldi það skyldu sína að hug- hreysta hann. „Mér hefur verið boðið að taka þátt í afmælishátíð í gamla skólanum mínum“. sagði hann. „Ég á að halda ræðu, því að ég er sá eini af mínum árgangi sem hef orðið dálítið frægur. Þeir ætla að halda sýningu á mér í einkennisbúningnum. Mamma fer líka. Það verður merkisdagur í lífi hennar.“ Hann hló. Það var aumkunarverðasti og ljótasti hlátur, sem Rústa hafði heyrt. Það var eins oghann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.