Úrval - 01.06.1954, Page 110

Úrval - 01.06.1954, Page 110
108 ORVAL „Það er ósatt,“ sagði Rústa. „Þér vitið það. Magga er eins og við flestar. Hún reyndi að vera honum góð eiginkona. Og hún er að reyna að vera það enn með því að verja hann og yður — af því að þér eruð móðir hans. Þér hafið gert henni lífið erfitt. En hún hefnist ekki á yð- ur fyrir það — jafnvel þó að það kosti hana---------.“ „Þessi stúlka getur ekki gert mér neitt.“ „Jú, víst getur hún það — en hún gerir það ekki. En ég læt þetta ekki viðgangast. Fáið mér bréfið.“ „Ég hef ekkert bréf. Ég reif það. Það var skrifað í brjálæði. Veslings drengurinn vissi ekki hvað hann var að gera —“ „Hann var að segja sannleik- ann í fyrsta sinn — og Magga veit það. Hann sagði mér það sjálfur. Ég lofaði að þegja. En ég lofaði líka að hjálpa Möggu, og það loforð verð ég að efna. Þér afhendið lögreglunni bréf- ið.“ Rödd hennar varð mildari. „Þér hafið ekki eyðilagt það frú Harding. Það er síðasta bréfið frá honurn. Þér geymið það. Hann sagðist ætla að skjóta sig af því að hann væri svikari og lygari og treysti sér ekki til að lifa lengur. Þetta síðasta afrek hans var líka blekking. Hann setti það ekki á svið sjálfs sín vegna — heldur vegna yðar. Þér voruð alltaf að tala um hve mikiu þér hefðuð fórnað fyrir hann. Hann var eins og lítill skóladrengur, sem beitti svik- um í prófi til þess að þér yrðuð stolt af honum — til þess að hann gæti greitt skuld sína.“ Ég gieymi aldrei hinu hrylli- lega og brjóstumkennilega gamla andliti — ótta þess, blygðun þess og illgirnislegri þrákelkni. „Ég segi aldrei neitt. Aldrei. Ég svík hann ekki — til þess að bjarga henni —“ „Það getur verið að þér viljið ekki bjarga henni,“ sagði Rústa rólega — „en þér viljið áreiðan- lega bjarga barni Allans — ef til vill verður það sonarsonur.“ Þetta var síðasta spilið sem hún haf ði á hendinni. En það var gott spil. Gamla andlitið breytti skyndilega um svip. Augun fyllt- ust tárum. Ég þoldi ekki að horfa á hana. Ég sá að Rústa gekk til hennar og tók í hönd- ina á henni. Hún sagði blíð- lega: „Yður mun líða miklu betur. Allan rnundi hafa beðið yður um að gera þetta.“ Ég gat ekki horft á þetta lengur. Ég veit ekkert um hvernig lokauppgjörið milli þess- ara tveggja kvenna fór fram. Ég laumaðist út og beið á hótel- tröppunum í myrkrinu og rign- ingunni. * Rústa kom út og stakk hend- inni undir handlegg rninn og við leiddumst gegnum regnið og myrkrið, eins og þetta hefði ver- ið vornótt. Og í rauninni var vor-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.