Úrval - 01.06.1954, Side 111
HETJUR 1 STRÍÐI OG FRIÐI
109
ilmur í lofti. Ég fann á sjálf-
um mér að vorið var í nánd.
„Hún ætlar að gera það,“
sagði Rústa. „Ég hugsa að mál-
ið verði þaggað niður. Það er
óþarfi að setja blett á veslings
dána piltinn — eða litla barnið.
Gamla konan er þegar farin að
gera áætlanir með þetta fyrir
augum."
Við gengum gegnum skemmti-
garðinn í áttina til þorpsins.
Brátt vorum við komin að litla
liúsinu þeirra. Það logaði ljós
í dagstofuglugganum; en ein-
hvern veginn var eins og það
byði okkur ekki velkomin. Það
var einhver eyðisvipur yfir hús-
inu. Að vísu var ég bæði þreytt-
ur og í mikilli geðshræringu. En
ég fékk allt í einu hugboð um
að nýtt ólán væri yfirvofandi.
Ef til vill fann Rústa þetta á
sér líka. Ég sá að hún leit upp
í gluggann. Hún var alvarleg og
föl.
„Eomdu inn og fáðu þér glas.
Við höfum bæði þörf fyrir það.
Það lítur út fyrir að Jim sé
heima.“
Hann var ekki heima. Það var
tómlegt í húsinu, einhver dauð-
ans tómleiki. Rústa gekk á und-
an mér inn í dagstofuna. Á
skrifborðinu lá bréf. Ég varaðist
að líta á hana meðan hún las
það. Ég vissi hvað hafði komið
fyrir. Sambúð Jims og Rústu var
lokið. Ég vissi það áður en hún
rétti mér bréfið svo að ég gæti
lesið það.
Ég man ekki hvernig bréfið
var orðrétt. Það var ekki skrif-
að í neinum æsingi. En þennan
kafla man ég: „Þú ert of góð
fyrir mig. Þú ert of sterk. Þú
ert of dugleg að koma þér á-
fram. Ég er búinn að missa þann
hæfileika, af því að ég varð að
drepa og eyðileggja. Og nú, þeg-
ar ég ætla að byggja upp, get
ég það ekki. Ekki ef við erum
sarnan, því að þú minnir mig á
hvílíkur ræfill ég er. Ég þarf
vanmáttugan lífsförunaut, sem
hefur trú á að ég geti afkastað
einhverju. Þá getur verið að ég
fái sjálfstraustið aftur —“
Þarna kom það. Dóra var
vanmáttug. Og Dóra trúði á
hetjur.
Rústa sagði ekki orð. Það var
eins og hún hefði gleymt mér.
Hús Dodsonshjónanna var
næsta hús og þangað fórum við
fyrst. Þar var ekki heldur nein
lifandi sál. Phil var ekki kom-
inn heim. Og þar lá annað bréf,
skrifað með viðvaningslegri rit-
hönd Dóru. Það beið þarna eins
og reiddur hnefi gegn heimili
og hamingju Phils.
Rústa braut það saman og
stakk því í vasann.
„Þú hefur engan rétt til að
—“, sagði ég.
Hún leit glottandi til mín.
„Ég þarf að fá bílinn þinn
lánaðan,“ sagði hún. „Þau hafa
tekið skrjóðinn hennar Dóru.
Hann getur ekki farið hraðar
en fimmtíu kílómetra og þau
eru ný farin. Þau halda suður