Úrval - 01.06.1954, Qupperneq 111

Úrval - 01.06.1954, Qupperneq 111
HETJUR 1 STRÍÐI OG FRIÐI 109 ilmur í lofti. Ég fann á sjálf- um mér að vorið var í nánd. „Hún ætlar að gera það,“ sagði Rústa. „Ég hugsa að mál- ið verði þaggað niður. Það er óþarfi að setja blett á veslings dána piltinn — eða litla barnið. Gamla konan er þegar farin að gera áætlanir með þetta fyrir augum." Við gengum gegnum skemmti- garðinn í áttina til þorpsins. Brátt vorum við komin að litla liúsinu þeirra. Það logaði ljós í dagstofuglugganum; en ein- hvern veginn var eins og það byði okkur ekki velkomin. Það var einhver eyðisvipur yfir hús- inu. Að vísu var ég bæði þreytt- ur og í mikilli geðshræringu. En ég fékk allt í einu hugboð um að nýtt ólán væri yfirvofandi. Ef til vill fann Rústa þetta á sér líka. Ég sá að hún leit upp í gluggann. Hún var alvarleg og föl. „Eomdu inn og fáðu þér glas. Við höfum bæði þörf fyrir það. Það lítur út fyrir að Jim sé heima.“ Hann var ekki heima. Það var tómlegt í húsinu, einhver dauð- ans tómleiki. Rústa gekk á und- an mér inn í dagstofuna. Á skrifborðinu lá bréf. Ég varaðist að líta á hana meðan hún las það. Ég vissi hvað hafði komið fyrir. Sambúð Jims og Rústu var lokið. Ég vissi það áður en hún rétti mér bréfið svo að ég gæti lesið það. Ég man ekki hvernig bréfið var orðrétt. Það var ekki skrif- að í neinum æsingi. En þennan kafla man ég: „Þú ert of góð fyrir mig. Þú ert of sterk. Þú ert of dugleg að koma þér á- fram. Ég er búinn að missa þann hæfileika, af því að ég varð að drepa og eyðileggja. Og nú, þeg- ar ég ætla að byggja upp, get ég það ekki. Ekki ef við erum sarnan, því að þú minnir mig á hvílíkur ræfill ég er. Ég þarf vanmáttugan lífsförunaut, sem hefur trú á að ég geti afkastað einhverju. Þá getur verið að ég fái sjálfstraustið aftur —“ Þarna kom það. Dóra var vanmáttug. Og Dóra trúði á hetjur. Rústa sagði ekki orð. Það var eins og hún hefði gleymt mér. Hús Dodsonshjónanna var næsta hús og þangað fórum við fyrst. Þar var ekki heldur nein lifandi sál. Phil var ekki kom- inn heim. Og þar lá annað bréf, skrifað með viðvaningslegri rit- hönd Dóru. Það beið þarna eins og reiddur hnefi gegn heimili og hamingju Phils. Rústa braut það saman og stakk því í vasann. „Þú hefur engan rétt til að —“, sagði ég. Hún leit glottandi til mín. „Ég þarf að fá bílinn þinn lánaðan,“ sagði hún. „Þau hafa tekið skrjóðinn hennar Dóru. Hann getur ekki farið hraðar en fimmtíu kílómetra og þau eru ný farin. Þau halda suður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.