Úrval - 01.06.1954, Side 112

Úrval - 01.06.1954, Side 112
110 ORVAL á bóginn — til eyðimerkurinnar þar sem Jim ætlar að finna sjálfan sig. Við skulum leggja af stað.“ „Hlustaðu á mig,“ sagði ég. „Þetta er ekki hægt. Þú verður að fara til Reno og hegða þér eins og kona sem ber einhverja virðingu fyrir sjálfri sér. Veiztu ekki hvað stolt er?“ „Nei.“ „Þú verður að athuga hvað þú ert að gera. Það er ekki hægt að beita svona aðferð við karl- mann. Þú gerir hann að fífli.“ Meðan þetta samtal fór frarn vorum við á leiðinni til bílskúrs- ins míns í myrkrinu og rigning- unni. „Ég get ekki verið að hugsa um svona hégóma,“ sagði hún. Karlmenn gera mikið veður út af smámunum sem þessu. En í rauninni skipta þeir engu máli.“ Ég gaf upp vömina. „Er þér sama þó að ég aki?“ spurði hún. Mér var það mjög á móti skapi. Ég er gætinn bílstjóri og hef ekki svo mikið sem skrámað aurbretti á bílnum mínum í tíu ár. Nú bjóst ég við hinu versta. En mér skjátlaðist. Hún ók að vísu hratt, en hafði jafnframt fulla stjórn á bílnum. Við náðum þeim klukkustundu seinna. Rústa ók á hlið við þau og hægði á ferðinni, unz bílarnir voru orðnir samsíða. Rústa sveigði stöðugt nær hinum bíln- um þar til ég stóðst ekki mátið lengur og hrópaði til Jims: „1 guðs bænum stanzaðu — annars drepur hún okkur öll.“ Bíll Jims var rétt kominn út af veginum svo að það var ekki um annað að ræða en að nema staðar. & Við Rústa stigum út úr bíln- um. Jim og Dóra stóðu á veg- inum — ég sá ekki Dóru, því að hún faldi sig á bak við hann. Hún minnti mig á litla telpu, sem hefur stolið sykurmola og verið staðin að verki. „Rústa, þetta þýðir ekkert. Þú hefðir ekki átt að gera þetta —.“ „Það sem við höfum öll mesta þörf fyrir er góður kaffisopi," sagði Rústa. Hún gekk á undan okkur að veitingahúsi sem var skammt frá. Framkoma hennar var svo róleg og ákveðin að þýðingar- laust var að hreyfa mótbárum. Dóru og Jim var ekki undan- komu auðið. Við eltum hana eins og sauðkindur og þorðum varla að líta hvert á annað. Veitingastofan var næstum tóm. Ég man eftir því að verið var að leika væminn ástarsöng á grammófón og að Rústa bað um brauð með svínakjöti. Við höfðum ekki borðað neinn kvöld- mat, eins og hún benti rétti- lega á. Jim og Dóra sátu öðrum megin við borðið, en við Rústa hinum megin. Dóra fór að gráta og Rústa rétti höndina yfir borðið og klappaði henni hughreyst-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.