Úrval - 01.06.1954, Síða 112
110
ORVAL
á bóginn — til eyðimerkurinnar
þar sem Jim ætlar að finna
sjálfan sig. Við skulum leggja af
stað.“
„Hlustaðu á mig,“ sagði ég.
„Þetta er ekki hægt. Þú verður
að fara til Reno og hegða þér
eins og kona sem ber einhverja
virðingu fyrir sjálfri sér. Veiztu
ekki hvað stolt er?“
„Nei.“
„Þú verður að athuga hvað
þú ert að gera. Það er ekki hægt
að beita svona aðferð við karl-
mann. Þú gerir hann að fífli.“
Meðan þetta samtal fór frarn
vorum við á leiðinni til bílskúrs-
ins míns í myrkrinu og rigning-
unni.
„Ég get ekki verið að hugsa
um svona hégóma,“ sagði hún.
Karlmenn gera mikið veður
út af smámunum sem þessu. En
í rauninni skipta þeir engu máli.“
Ég gaf upp vömina.
„Er þér sama þó að ég aki?“
spurði hún.
Mér var það mjög á móti skapi.
Ég er gætinn bílstjóri og hef
ekki svo mikið sem skrámað
aurbretti á bílnum mínum í tíu
ár. Nú bjóst ég við hinu versta.
En mér skjátlaðist. Hún ók að
vísu hratt, en hafði jafnframt
fulla stjórn á bílnum.
Við náðum þeim klukkustundu
seinna. Rústa ók á hlið við þau
og hægði á ferðinni, unz bílarnir
voru orðnir samsíða. Rústa
sveigði stöðugt nær hinum bíln-
um þar til ég stóðst ekki mátið
lengur og hrópaði til Jims: „1
guðs bænum stanzaðu — annars
drepur hún okkur öll.“
Bíll Jims var rétt kominn út
af veginum svo að það var ekki
um annað að ræða en að nema
staðar.
&
Við Rústa stigum út úr bíln-
um. Jim og Dóra stóðu á veg-
inum — ég sá ekki Dóru, því
að hún faldi sig á bak við hann.
Hún minnti mig á litla telpu,
sem hefur stolið sykurmola og
verið staðin að verki.
„Rústa, þetta þýðir ekkert. Þú
hefðir ekki átt að gera þetta —.“
„Það sem við höfum öll mesta
þörf fyrir er góður kaffisopi,"
sagði Rústa.
Hún gekk á undan okkur að
veitingahúsi sem var skammt
frá. Framkoma hennar var svo
róleg og ákveðin að þýðingar-
laust var að hreyfa mótbárum.
Dóru og Jim var ekki undan-
komu auðið. Við eltum hana
eins og sauðkindur og þorðum
varla að líta hvert á annað.
Veitingastofan var næstum
tóm. Ég man eftir því að verið
var að leika væminn ástarsöng
á grammófón og að Rústa bað
um brauð með svínakjöti. Við
höfðum ekki borðað neinn kvöld-
mat, eins og hún benti rétti-
lega á.
Jim og Dóra sátu öðrum megin
við borðið, en við Rústa hinum
megin. Dóra fór að gráta og
Rústa rétti höndina yfir borðið
og klappaði henni hughreyst-