Úrval - 01.12.1955, Síða 2
Ungbarnadauði.
1 Bandaríkjunum deyja nú
fleiri ungbörn fyrstu þrjá daga
ævinnar en hina 362 daga fyrsta
ársins. Þótt ungbarnadauði hafi
á undanförnum áratugum farið
jafnt og þétt minnkandi, hefur
dánartala nýfæddra barna, þ. e.
yngri en viku gamalla, litið sem
ekkert lækkað. Þó væri hægt að
koma I veg fyrir mikinn hluta
þessara dauðsfalla með betra
skipulagi og læknishjálp á fæð-
ingardeildum, segir Herman N.
Bundesen, læknir í Chicago í blaði
Ameríska læknafélagsins.
Rannsóknir á dánarorsökum ný-
fæddra barna í sjúkrahúsum Chi-
cago leiddu í ljós, að um 60%
stöfuðu af öndunarerfiðleikum,
12% af vanskapnaði, 10% af
sköddun í fæðingu, 5% af blóð-
truflunum (mest fyrir misræmi í
Rh-blóðflokki) og 6% af öðrum
orsökum. Af röngum aðferðum,
sem valdið geta dauða ungbarns
má nefna: vanræksla á því að
koma af stað öndun eftir fæðing-
una eða ef hún stöðvast aftur;
óhófleg notkun svæfilyf ja við fæð-
ingar fyrir timann, þau hafa lam-
andi áhrif á öndunarfæri barns-
ins; vanræksla á því að hreinsa
vit barnsins; ónógur viðbúnaður
til að taka á móti barni frá móður
sem er með Rh mínus blóð; ófull-
nægjandi hjúkrun barna, sem fæð-
ast fyrir tímann; ófullnægjandi
eftirlit læknis með kandídötum og
Ijósmæðrum. Talið er að um 60%
þessara dauðsfalla eigi sér „fyrir-
byggjanlegar orsakir."
Heilbrigðisnefnd Chicago, sem
Bundesen veitir forstöðu, hefur
hafið öfluga baráttu gegn dauða
nýfæddra barna í sjúkrahúsum
borgarinnar. Hvert dauðsfall er
rannsakað og gengið úr skugga
um hvort hægt hefði verið að
koma í veg fyrir það. Meö ná-
kvæmri skýrslugerð er fylgzt með
árangri þessarar baráttu i hverju
sjúkrahúsi fyrir sig og saman-
burður gerður á þeim. Árangur-
inn af þessari baráttu er þegar
orðinn sá, að þeim sjúkrahúsum,
þar sem dánartala nýfæddra barna
var 18 eða hærri af hverjum 1000
fæöingum, hefur fækkað úr 17 í
8 í borginni.
Af skýrslu sem læknisfræðiaka-
demía New Yorkborgar hefur birt
má sjá, að ástandið þar er svipað
og í Chicago. Þar sést, að í New
York dóu 955 börn yngri en mán-
aðargömul árið 1950. Að áliti
þeirra sem skýrsluna gerðu hefði
mátt koma í veg fyrir meira en
þriðjung þeirra dauðsfalla.
— Scientific American.
CRVAL. — tímarit. — Kemur út 8 sinnum á ári.
Ritstjóri: Gísli Ólafsson, Leifsgötu 16, Reykjavík. Sími 4954.
Afgreiðsla Tjarnargötu 4. Sími 1174. Áskriítarverð 85 krónur.
Útgefandi: Steindórsprent h.f.