Úrval - 01.12.1955, Page 6

Úrval - 01.12.1955, Page 6
2 ÚRVAL Bolk setti því næst fram þá tilgátu — sem virtist harla djörf á þeim tíma — að maður- inn væri raunverulega apafóst- ur, en fóstur sem hefur orðið ,,fullvaxta“ og öðlast hæfileika til að geta af sér afkvæmi í sinni mynd, jafnframt því sem það hefur varðveitt mörg fóst- ureinkenni sín. Maðurinn er raunverulega risavaxið — og tímgunarhæft — fóstur. Þessi varðveizla fósturein- kenna fram á fullorðinsaldur er sama eðlis og hægfara myndun eða þroski, sem greina má á öðrum sviðum, og má einkum þar til nefna kynþroskann, sem kemur ekki fyrr en á fimmt- ánda ári hjá manninum en á sjöunda ári hjá öpunum, svo og seina beinmyndun á mótum höfuðkúpubeinanna (sem sum lokast ekki að fullu fyrr en á fullorðinsaldri) og loks vöxtur tannanna. Þessi seinkun á þroska — þetta „seinlæti á sundinu í straumi lífsins" svo að notuð sé samlíking Bolks — kann að mega rekja til ein- hverra breytinga í kirtlastarf- semi, sem annað hvort eru í því fólgnar að dregið hefur úr myndun ,,örvandi“ vaka (horm- óna) eða myndun ,,hemluvaka“ hefur aukizt. 1 því sambandi má geta þess, að kunn eru í dýraríkinu fyrir- brigði sambærileg við það sem Bolk taldi eiga sér stað í mann- inum. ,,Fósturkenning“ hans er því ekki hrein tilgáta. Það hef- ur t. d. lengi verið vitað, að mexíkönsk salamandra, ambly- stoma, á það til að skipta ekki um ham eins og aðrar sala- möndrur, hún heldur áfram að vera lirfa, en vex áfram (verð- ur um fet á lengd) og tímgast á lirfustiginu. Þessar stóru, kynþroska lirfur nefnast axo- lotl og hafa árum saman verið ræktaðar í tilraunastofum. Áð- ur en menn komust að raun um að axolotl væri lirfa amblys- toma, voru þær taldar sérstök dýrategund, svo frábrugðnar voru þær hinni fullvöxnu amb- lystoma. Nýlega uppgötvaðist, að þessi afbrigðileiki í vexti amblys- tomalirfunnar stafar af skorti á skjaldkirtilvaka. Ef stórum skömmtum af þessum vaka er dælt í axolotl, skiptir hún alltaf um ham og breytist í amblys- toma. En ef axalotlur yrðu af einhverri ástæðu ónæmar fyrir þessum skjaldkirtilvaka, þá myndu þær verða að nýrri teg- und salamandra, sem fullþroska væru nákvæmlega eins og lirf- ur amblystoma. Auðvitað hlýtur skyldleikinn milli mannsins og forfeðra hans af apakyni að hafa verið miklu flóknari en skyldleikinn milli axolotl og amblystoma. Eigi að síður getur þetta fyrirbrigði í ríki salamandranna gefið okk- ur nokkra hugmynd um hvað gerzt hafi, ef sú kenning Bolks er rétt, að maðurinn sé fóstur-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.