Úrval - 01.12.1955, Side 6
2
ÚRVAL
Bolk setti því næst fram þá
tilgátu — sem virtist harla
djörf á þeim tíma — að maður-
inn væri raunverulega apafóst-
ur, en fóstur sem hefur orðið
,,fullvaxta“ og öðlast hæfileika
til að geta af sér afkvæmi í
sinni mynd, jafnframt því sem
það hefur varðveitt mörg fóst-
ureinkenni sín. Maðurinn er
raunverulega risavaxið — og
tímgunarhæft — fóstur.
Þessi varðveizla fósturein-
kenna fram á fullorðinsaldur er
sama eðlis og hægfara myndun
eða þroski, sem greina má á
öðrum sviðum, og má einkum
þar til nefna kynþroskann, sem
kemur ekki fyrr en á fimmt-
ánda ári hjá manninum en á
sjöunda ári hjá öpunum, svo og
seina beinmyndun á mótum
höfuðkúpubeinanna (sem sum
lokast ekki að fullu fyrr en á
fullorðinsaldri) og loks vöxtur
tannanna. Þessi seinkun á
þroska — þetta „seinlæti á
sundinu í straumi lífsins" svo
að notuð sé samlíking Bolks
— kann að mega rekja til ein-
hverra breytinga í kirtlastarf-
semi, sem annað hvort eru í því
fólgnar að dregið hefur úr
myndun ,,örvandi“ vaka (horm-
óna) eða myndun ,,hemluvaka“
hefur aukizt.
1 því sambandi má geta þess,
að kunn eru í dýraríkinu fyrir-
brigði sambærileg við það sem
Bolk taldi eiga sér stað í mann-
inum. ,,Fósturkenning“ hans er
því ekki hrein tilgáta. Það hef-
ur t. d. lengi verið vitað, að
mexíkönsk salamandra, ambly-
stoma, á það til að skipta ekki
um ham eins og aðrar sala-
möndrur, hún heldur áfram að
vera lirfa, en vex áfram (verð-
ur um fet á lengd) og tímgast
á lirfustiginu. Þessar stóru,
kynþroska lirfur nefnast axo-
lotl og hafa árum saman verið
ræktaðar í tilraunastofum. Áð-
ur en menn komust að raun um
að axolotl væri lirfa amblys-
toma, voru þær taldar sérstök
dýrategund, svo frábrugðnar
voru þær hinni fullvöxnu amb-
lystoma.
Nýlega uppgötvaðist, að þessi
afbrigðileiki í vexti amblys-
tomalirfunnar stafar af skorti
á skjaldkirtilvaka. Ef stórum
skömmtum af þessum vaka er
dælt í axolotl, skiptir hún alltaf
um ham og breytist í amblys-
toma. En ef axalotlur yrðu af
einhverri ástæðu ónæmar fyrir
þessum skjaldkirtilvaka, þá
myndu þær verða að nýrri teg-
und salamandra, sem fullþroska
væru nákvæmlega eins og lirf-
ur amblystoma.
Auðvitað hlýtur skyldleikinn
milli mannsins og forfeðra hans
af apakyni að hafa verið miklu
flóknari en skyldleikinn milli
axolotl og amblystoma. Eigi að
síður getur þetta fyrirbrigði í
ríki salamandranna gefið okk-
ur nokkra hugmynd um hvað
gerzt hafi, ef sú kenning Bolks
er rétt, að maðurinn sé fóstur-