Úrval - 01.12.1955, Síða 9

Úrval - 01.12.1955, Síða 9
ÆVINTÝRIÐ UM „APAFÓSTRIÐ' 5 vissulega möguleg — og því ástandi sem nú ríkir þegar að- eins takmarkaður afbrigðileiki virðist mögulegur? Er þróuninni loki'ð? P. B.: Ég vona að yður standi á sama þó að ég leggi sérstaka áherzlu á eitt atriði. Það er rétt, að í náttúrunni sjáum við nú á dögum engin dæmi um jafnmikilvæg og stórbrotin líf- fræðileg þróunarfyrirbrigði og á fyrri öldum jarðsögunnar. En getum við ekki gefið á því neina skýringu hversvegna þróunin staðnaði að því er virðist skyndilega eftir tilkomu manns- ins? Þér hafið sagt, að mað- urinn hafi komið til sögunnar aðeins of seint til þess að sjá þróunina að verki. En hvað sem því líður getum við aðeins get- ið okkur til um ferli (process), sem ekki er lengur að verki, og sem útlit er fyrir að hefjist aldrei að nýju. Þar sem ekkert bendir til að sá dagur muni upp i'enna að öfl þróunarinnar vakni til lífs að nýju, erum við menn- irnir þá — eins og raunar allar aðrar dýrategundir — dæmdir til þess að vera um alla eilífð eins og við erum nú? J. R.: Min persónulega skoð- un er sú, að náttúran muni ekki, sé hún látin í friði, skapa líf- verur verulega frábrugðnar þeim sem nú eru til. Ég held að maðurinn — eins og aðrar dýrategundir — sé orðinn fast- mótaður —- eða næstum fast- mótaður. Sömu skoðunar eru prófessorarnir Caulery og Van- del, sem telja að þróunin hafi nú runnið skeið sitt á enda og að ekki finnist lengur í lífver- um nein þau fyrirbrigði sem áttu upptök að hinni miklu fjölbreytni þeirra eins og hún er nú. Þess ber þó að geta, að aðrir líffræðingar telja, að þróunin sé enn að verki fyrir augum okkar, og að sú stöðnun sem nú virðist vera í náttúrunni sé skynvilla, tilkomin vegna þess hve þróunarbreytingarnar eru óskaplega hægfara. En víst er, að um langt skeið — 500 mill- jónir ára að minnsta kosti — hafa ekki orðið neinar stórfelld- ar nýjungar í byggingu lífver- anna á jörðinni. Allar helztu tegundir dýraríkisins urðu til á fyrstu tveim þriðjungum af sögu lífsins á jörðinni. Óneit- anlega virðist sennilegt, að tímabili ,,tegundamyndunar“ sé lokið. Þar með er náttúrlega ekki sagt að smávægileg þróun geti ekki átt sér stað innan teg- undanna sjálfra. Maðurinn virð- ist t. d. vera tiltölulega nýr af nálinni, aðeins um milljón ára. Enginn mun vilja gerast svo djarfur að segja, að náttúran kunni ekki enn að eiga ein- hverjar nýjungar í pokahorn- inu! P. B.: Svo að við víkjum aft- ur að spurningunni um uppruna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.