Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 11
ÆVINTÝRIÐ UM „APAFÓSTRIÐ'*
Ijósið við fornleifarannsóknir.
Dýr þessi er hægt að flokka
þannig að úr verði sennileg röð
af forfeðrum mannsins. En við
verðum að hafa hugfast, að um
eiginlegan skyldleika þessara
löngu útdauðu dýra getum við
enn aðeins getið okkur til.
Við vitum sem sagt örugg-
lega, að slík dýr eru í ættstofni
okkar, en við vitum ekki hver
þeirra eru beinir forfeður og
hver á hliðargrein ættstofnsins.
Sú óvissa skiptir þó ef til vill
engu máli, frá heimspekilegu
sjónarmiði. Mestu máli skiptir
að við höfum nú fundið „týndu
hlekkina" sem andstæðingar
þróunarkenningarinnar á dög-
um Darwins fullyrtu að aldrei
myndu finnast.
P. B.: Hver eru þessi milli-
stigsdýr, þessir ,,hlekkir“?
J. R.: Fyrst og fremst þeirra
dýra sem sýndu þróunarmerki
í mannlega átt skal telja taungs-
apann (Austrolopithecus), sem
fyrir meira en milljón árum lifði
í Suður-Afríku, seint á þeim
tíma sem í jarðsögunni nefnist
plíósen. Þau bein úr taungsap-
anum, sem fundust, hafa bæði
einkenni apa og manna. Heila-
bú hans var heldur stærra (600
sm:j en núlifandi mannapa
(500 sm:j og tennurnar ekki
eins framstandandi. Líklegt er
að hann hafi gengið nærri upp-
réttur. Teilhard de Chardin
gengur svo langt að ætla, að
þessi apamaður eða mannapi
hafi verið góðum gáfum gædd-
ur, ella hefði hann ekki getað
lifað við þau skilyrði sem ríktu
í heimkynnum hans.
Á eftir taungsapanum — og
hærra í þróunarstiganum —
kemur Javamaðurinn (Pithe-
canthropus) og næst á éftir
honum Pekingmaðurinn (Sin-
anthropus), en til hans verður
að telja risavaxinn apamann
sem nefndur hefur verið Gigan-
thropus, en af honum hafa að-
eins fundizt tvær stórar tenn-
ur; funduzt þær í kínversku
apóteki.
Pekingmaðurinn, sem hafði
helmingi stærra heilabú en
sjimpansins og tvo-þriðju af
heilabúi nútímamannsins, var
ótvírætt mennskur, því að lík-
ur benda til að hann hafi gert
sér verkfæri og jafnvel kveikt
sér eld.
Dálítið ofar í þróunarstigan-
um komum við að tveim teg-
undum sem ótvírætt verða að
teljast til manna. Þær eru:
Heidelbergmaðurinn, en af hon-
um hefur fundizt neðri kjálki
og steináhöld sem hann gerði
sér og kennd eru við fornstei-
öld eldri (Lower Paleolithic-
um), og Neanderdalsmaðurinn,
sem gerði sér steináhöld af
þeirri tegund sem nefnd hefur
verið Mousteríen. Neanderdals-
maðurinn var lágvaxinn (um
160 sm), hökusmár og ennis-
lágur en með framstandandi
augabrúnir. Heilabú hans var
næstum eins stór og nútíma-
mannsins.