Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 19

Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 19
KVÖLDIÐ SEM ÉG KYNNTIST EINSTEIN 15 ,,Jæja,“ sagði hann, „viljið þér nú lofa mér að heyra það sem þér voruð að hlusta á?“ Einfaldasta svarið fannst mér vera að syngja þessar ljóðlínur. Ég gerði það og reyndi eftir mætti að halda laginu og koma í veg fyrir að röddin brysti. Svipurinn á andliti Einsteins var eins og sólarupprás. ,,Þarna sjáið þér!“ hrópaði hann fagnandi þegar ég var bú- inn. „Þér hafið söngeyra!" Ég tautaði eitthvað um það, að þetta væri uppáhaldslagið mitt, sem ég hefði heyrt hundr- uð sinnum og það væri því eng- in sönnun. „Hvaða vitleysa!" sagði Ein- stein. „Þetta sannar einmitt allt! Munið þér eftir fyrsta reiknings- tímanum yðar í skóla? Segjum að fyrstu kynni yðar af tölum hefðu verið þau, að kennarinn hefði fengið yður deilingar- eða brotadæmi til úrlausnar. Mynd- uð þér hafa getað leyst þau?“ „Nei, auðvitað ekki.“ „Einmitt!" Einstein veifaði pípumunnstykkinu sigrihrós- andi. „Það hefði ekki verið hægt og yður mundi hafa fallið all- ur ketill í eld, Þér mynduð hafa lokað huga yðar fyrir deilingu og brotum. Hugsanlegt er, að vegna þessara mistaka kennar- ans, hefðu fegurð deilingar og brotareiknings orðið yður lokuð bók alla ævi.“ Hann lagði á- herzlu á orð sín með því að veifa pípumunnstykkinu. „En enginn kennari mundi haga sér þannig. Hann byrjar á undir- stöðuatriðunum — og þegar þér hafið náð tökum á þeim, byrjar hann að kenna yður deilingu og brot. Þannig er það með tónlistina." Einstein tók upp Bing Crosby plötuna. „Þetta einfalda ljúflingslag er eins og einföld samlagning eða frádrátt- ur. Þér hafið náð tökum á því. Nú skulum við snúa okkur að flóknari viðfangsefnum.“ Hann tók aðra plötu og setti hana á fóninn. Gullin rödd John McCormacks fyllti her- bergið, lagið sem hann söng var „Hornablásarinn". Eftir örfáar ljóðlínur stöðvaði Einstein fón- inn. „Svona!“ sagði hann. „Vilj- ið þér nú ekki syngja þetta eftir ?“ Ég gerði það — feiminn og hikandi, en furðulega rétt að mér fannst. Einstein horfði á mig og á andliti hans var svip- ur, sem ég hef aðeins einu sinni séð á ævi minni: það var á and- liti föður míns þegar hann hlustaði á mig flytja kveðju- ávarp fyrir hönd samstúdenta minna við skólaslit að loknu stúdentsprófi. „Afbragð!“ sagði Einstein. þegar ég þagnaði. „Fyrirtak! Og nú þessa.“ „Þessi“ reyndist vera Caruso- plata með aríu úr Cavalleria Rusticana, sem ég bar ekki nokkur kennsl á. Samt tókst mér að hafa eftir nokkurn veg- inn óbrjálaðar fyrstu „stiófur“ hins mikla söngvara. Andlit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.