Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 23

Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 23
RÁÐ TIL UNGRAR STÚLKU 19 þér ekki? Þú snýrð hnappnum og færð Sydney. Þú snýrð hon- um lengra, og Sydney hverfur. Enn snýrðu honum og þá kemur Virginía. „Stundum þykir mér gott að vera Virginía". Ekki væri nema eðlilegt, að þú ætlist til þess að Georg verði alltaf Georg. En það verður hann ckki. Til að lifa í þessum heimi sem hann skapar sjálfur verður hann að draga sig út úr þeim heimi, sem ykkur er sam- eiginlegur. Einn góðan veður- dag líturðu á Georg og allt í einu verður þér ljóst að enda þótt líkami hans sé þarna, er hann sjálfur fjarri. Skrítið . . . Georg horfinn! Hvar er hann? ,,Á fimmtudagskvöldið,“ sltrifar Flaubert, ,,sat ég sæll í tvær stundir með höfuðið í höndum mér og lét mig dreyma um bjarta virkisveggi Ecbat- ana.“ George er einmitt þar: hann er að horfa á virkisveggi Ecbat- ana. Eða Xanadu. Eða Tim- búktú. Hann sér þá. Að baki þeirra heyrir hann raddir. Hann finnur angan borgarloftsins. Og veggirnir sem hann sér eru raunverulegri en veggirnir í stofunni ykkar, sem þú valdir litina á af svo mikilli umhyggju. Raddirnar eru raunverulegri en rödd þín. Anganin — hvort sem hún er af reykelsi eða úlfalda- mykju — er raunverulegri en anganin af steikinni, sem berst framan úr eldhúsinu þínu. En öll ferðalög eru ekki land- fræðilegs eðlis. Það eru til stað- ir í miklu meiri fjarlægð en þeirri sem mæld verður í mílum. Verið getur að Georg sé ekki að dreyma um Ecbatana held- ur um fortíð gamla mannsins, sem sat andspænis honum í neðanjarðarlestinni í gærkvöldi. Eða hann er kannski að reyna að sjá inn í framtíð konunnar með rauða hattinn, sem hann mætti á götu á sunnudaginn var. En hver svo sem ferðin er, þá er það langferð, sem þú munt aldrei geta farið með honum. Það er sama hve náið samband ykkar er, þær stundir munu alltaf koma þegar þú verður al- ein. Hurð verður lokað — og læst — milli ykkar. Og á hana verður letrað: „Farinn til Ec- batana. Kem aftur eftir tvo tíma.“ Eða tvo daga. Eða tvær vikur. Og það er seldur aðeins einn farmiði. Fjölskyldufarmið- ar með afslætti fást ekki til Ecbatana. Hvaða normal maður situr tvo tíma í sæludraumi með and- litið í höndum sér? Ertu nú farin að skilja hvað Flaubert á við þegar hann kallar lista- manninn „ófreskju, eitthvað utan við náttúruna"? Þegar hann var að skrifa lýsinguna á dauða Emmu Bovary hafði ars- enikið, sem hún tók inn, svo mikil áhrif á hann, að hann kastaði tvisvar upp miðdegis- verðinum. Skáldskapurinn verð- ur veruleikanum sterkari. Það er sízt að undra þótt rit-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.