Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 27

Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 27
RÁÐ TIL UNGRAR STÚLKU 23 miklu fleira sameiginlegt með Georg en þú. Ef svo ber undir, sem ekki er fátítt, að þær hafa einhvern tíma skrifað sögu eða fengið birt eftir sig kvæði, er þessi sannfæring óbifandi. Þær eru tengdar Georg ósýnilegum böndum, og það eru í rauninni þær, sem ættu að vera giftar honum, en ekki þú. Þú munt sennilega brosa íbyggin að þeim, minnug þess hve langan tíma það tekur að læra að lifa í sambúð við mann eins og Georg, og þess hve ein- mana þú varst þegar hann fór í ferðalög sín til Ecbatana. Ef ég hefði sagt þér þetta í stað þess að skrifa það, hefðir þú sjálfsagt fyrir löngu verið farin að tvístíga, jafnvel brosa með sjálfri þér. Að lokum hefðir þú risið upp til andmæla, sagt að rithöfundurinn hlyti þó að vera gæddur einhverjum eigin- leikum, sem ekki væru ámælis- verðir. Og svo hefðirðu bætt við: ,,Auk þess elska ég hann.“ Fyrir þessum síðustu orðum, sem alltaf eru borin fram með raddblæ er gefur til kynna að í þeim felist einhver nýuppgötvuð og óhrekjanleg rök, beygi ég höfuð mitt í auðmýkt. Enginn ber meiri lotningu fyrir ástinni en ég. Fyrri orðum þínum ætla ég að svara með annarri bver- sögn og segja, að þrátt fyrir hina ríku sjálfshugð rithöfund- arins er hann í raun og veru mjög óeigingjarn maður. ,,Það sem við gerum,“ skrif- aði Flaubert, „gerum við ekki fyrir okkur sjálfa, heldur fyrir aðra . . . Listamaðurinn verð- ur að líta á líf sitt sem tæki, ekkert annað, og sú persóna sem hann á sízt af öllu að hugsa um er hann sjálfur." Einhver samvizkulausasti maður sem ég hef nokkru sinni þekkt hafði spjald uppi á vegg hjá sér og stóð letrað á það með stórum stöfum AÐR.IR. Milli þess sem hann var að brugga myrkraverk sín hallaði hann sér stundum aftur á bak í stól sínum og horfði á spjaldið með fjálglegum dyggðasvip. Einhvern veginn finnst mér ó- trúlegt að Flaubert hafi getað gert sig sekan um slíka hræsni, eða aðrir hans líkar. Til þess er sjálfsskoðunin í þeim of rík. Ekki trúi ég heldur að það séu innantóm orð þegar hann talar um að hann unni starfi sínu „eins og meinlætamaðurinn ann hrosshársskyrtunni sem ertir hann á maganum." Rithöfundurinn þolir daglega píslir sem á sinn hátt eru jafn- sárar og þær sem helgir menn urðu að þola í eyðimörkinni. Fyrir hann geta orð verið eins sár og svipuhögg og undan einni setningu getur sviðið meira en göddóttum hala sporð- drekans. Líf hans er strangt eins og líf meinlætamannsins, og þó að frá því séu ánægju- legar undantekningar, er það að mestu leyti svarið fátækt- inni. Það ei' einnig einmanalegt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.