Úrval - 01.12.1955, Page 29

Úrval - 01.12.1955, Page 29
Um eina merkustu nýjungr, sem orðið hefur í efnaiðnaðinum irm áratugi. Siliconin eru undarlegrar náttúru! Grein úr „The Saturday Evening Post“, eftir Milton Silverman. FYRIR nokkrum árum var það algengt í Bandaríkjun- um að sjá feður koma heim með handa börnum sínum leik- fang, sem líktist einna helzt kökudeigi. En þetta deig hafði vægast sagt furðulega náttúru. Væri togað í það, mátti teygja það eins og þykkt deig. Væri það barið með hamri, molnaði það í sundur eins og gler. Væri það látið liggja, rann það út og varð flatt eins og pönnu- kaka. Væri það hnoðað í kúlu og kúlunni kastað í gólfið, hopp- aði hún hærra en gúmmíknött- ur. Mæður uppgötvuðu þó brátt, að þetta nýja leikfang — sem börnin kölluðu skoppandi kítti — hafði líka þá náttúru, að það festist í teppi, ábreiður, hús- gögn, vasa drengjanna og jafn- vel í hári þeirra, og það svo eftirminnilega, að ógerningur var að ná því úr. Þetta merkilega efni er í flokki spánnýrra efnasambanda, sem nefnast silicon og talin eru að efnasamsetningu skyld bæði gleri og plasti. Mörg þeirra eru gædd jafnmerkilegum eiginleik- um og hið skoppandi kítti, og margir efnafræðingar, sem til þekkja, eru þeirrar skoðunar, að uppgötvun þeirra og hagnýt- ing sé eitt af því merkasta, sem. gerzt hefur innan efnafræðinn- ar um áratuga skeið. Sum þessara efna eru ómiss- andi í gerð hraðfleygra há- loftsflugvéla, önnur stuðla að öruggri stjórn fjarstýrðra flug- skeyta og þrýstilof tshreyf la. Enn önnur eru notuð í máln- ingu, sem segja má að sé óslít- andi eða í smurolíu sem hvorki eyðist né brennur, eða til að festa þakhellur og vegg- og gólfflísar, sem alls ekki geta losnað, og er ekki meiri fyrir- höfn að leggja flísarnar en að festa heftiplástur á hörund. Sérstök siliconefni hafa valdið byltingu í bökunar-, rafmagns- og hjólbarðaiðnaði. Búin hefur verið til úr þeim sólarolía, sem þvæst ekki af þótt farið sé í vatn, varnarefni gegn húðsær- indum á ungbörnum af völdum bleia, túttur á barnapela, sem eru bragðlausar, lyktarlausar. linast ekki upp og þola suðu eins oft og með þarf.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.