Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 29
Um eina merkustu nýjungr, sem orðið
hefur í efnaiðnaðinum
irm áratugi.
Siliconin eru undarlegrar náttúru!
Grein úr „The Saturday Evening Post“,
eftir Milton Silverman.
FYRIR nokkrum árum var
það algengt í Bandaríkjun-
um að sjá feður koma heim
með handa börnum sínum leik-
fang, sem líktist einna helzt
kökudeigi. En þetta deig hafði
vægast sagt furðulega náttúru.
Væri togað í það, mátti teygja
það eins og þykkt deig. Væri
það barið með hamri, molnaði
það í sundur eins og gler. Væri
það látið liggja, rann það út
og varð flatt eins og pönnu-
kaka. Væri það hnoðað í kúlu
og kúlunni kastað í gólfið, hopp-
aði hún hærra en gúmmíknött-
ur.
Mæður uppgötvuðu þó brátt,
að þetta nýja leikfang — sem
börnin kölluðu skoppandi kítti
— hafði líka þá náttúru, að það
festist í teppi, ábreiður, hús-
gögn, vasa drengjanna og jafn-
vel í hári þeirra, og það svo
eftirminnilega, að ógerningur
var að ná því úr.
Þetta merkilega efni er í
flokki spánnýrra efnasambanda,
sem nefnast silicon og talin eru
að efnasamsetningu skyld bæði
gleri og plasti. Mörg þeirra eru
gædd jafnmerkilegum eiginleik-
um og hið skoppandi kítti, og
margir efnafræðingar, sem til
þekkja, eru þeirrar skoðunar,
að uppgötvun þeirra og hagnýt-
ing sé eitt af því merkasta, sem.
gerzt hefur innan efnafræðinn-
ar um áratuga skeið.
Sum þessara efna eru ómiss-
andi í gerð hraðfleygra há-
loftsflugvéla, önnur stuðla að
öruggri stjórn fjarstýrðra flug-
skeyta og þrýstilof tshreyf la.
Enn önnur eru notuð í máln-
ingu, sem segja má að sé óslít-
andi eða í smurolíu sem hvorki
eyðist né brennur, eða til að
festa þakhellur og vegg- og
gólfflísar, sem alls ekki geta
losnað, og er ekki meiri fyrir-
höfn að leggja flísarnar en að
festa heftiplástur á hörund.
Sérstök siliconefni hafa valdið
byltingu í bökunar-, rafmagns-
og hjólbarðaiðnaði. Búin hefur
verið til úr þeim sólarolía, sem
þvæst ekki af þótt farið sé í
vatn, varnarefni gegn húðsær-
indum á ungbörnum af völdum
bleia, túttur á barnapela, sem
eru bragðlausar, lyktarlausar.
linast ekki upp og þola suðu
eins oft og með þarf.