Úrval - 01.12.1955, Page 32
28
tJRVAL
gúmmí en þolir miklu betui' hita
og kulda án þess að tapa eigin-
leikum sínum. Það breytist ekki
þó að því sé fleygt í bráðið blý
eða kolsýrusnjó. Sem þétti
(pakning) tekurþað fram öllum
öðrum efnum.
Svo örar voru framfarirnar
í silicontilraunum, að margar
uppgötvanir voru gerðar svo að
segja samtímis hjá Corning
glerverksmiðjunum og General
;Electric.
Fyreta siliconið, sem fram-
leitt var í stórum stíl til sölu
var mjúkt, litlaust efni, sem er
viðkomu líkt og hvítt benzín-
hlaup og heldur hlaupeiginleik-
um sínum þó að það sé kælt
niður í —4(T eða hitað upp í
200°, og stöðvar bæði vatn og
rafstraum. Það var kallað D.C.-
—4 og var brátt tekið í notkun
til að innsigla kveikjur í flug-
vélahreyflum í háloftsflugvél-
um, en það hafði borið á að
kveikjur neistuðu ekki í mikilli
hæð.
Eftir heimsstyrjöldina síðari
hófst kapphlaup milli silicon-
framleiðenda og kom hvert efn-
ið á fætur öðni frá þeim, gætt
hinum furðulegustu eiginleikum.
Eitt þeirra var t. d. vökvi, sem
efnafræðingarnir höfðu upp-
götvað, að var ágætt hreinsiefni
til að þurrka gleraugu; þau
héldust hrein lengi á eftir. Þetta
efni var sett á markaðinn þann-
ig, að þurrkupappír var vættur
í því og hann seldur sem gler-
augnaþurrka. Hefur þessi papp-
ír náð miklum vinsældum með-
al þeirra sem nota gleraugu.
Svipað siliconsamband er
notað í húsgagna-, bíl- og gólf-
gljáa, sem nú fer sigurför um
heiminn.
Hjólbarðar eru soðnir í mót-
um og hefur það alla tíð verið
eitt erfiðasta vandamál hjól-
barðaframleiðenda að koma í
veg fyrir að hjólbarðarnir fest-
ist við mótin og eyðileggist. í
stórum hjólbarðaverksmiðjum
eyðilögðust þannig mörg hundr-
uð hjólbarðar á dag. Efnafræð-
ingur hjá Corning kom að máli
við kunningja sinn, sem vann í
stórri hjólbarðaverksmiðju og
ráðlagði honum að reyna eitt
af siliconum þeirra. ,.Það loðir
ekkert við þetta efni og það
þolir suðuhita hjólbarðanna,“
sagði hann. Tilraun var gerð
þannig, að siliconið var borið
á mótin og kom þá í ljós,
að hjólbarðinn festist aldrei við
mótið. Allar hjólbarðaverksmiðj-
ur nota nú siliconborin mót og
hefur það orðið til þess að lækka
verulega framleiðslukostnaðinn.
Annað silicon er notað til að
bera á pönnur í bakaríum og
kemur það í veg fyrir að brauð
og kökur festist við í bakstrin-
um.
Skyld efni eru nú notuð til að
koma í veg fyrir ertingu, sem
hörund manna verður fyrir af
völdum ýmissa efna, er stund-
um valda húðsjúkdómum; til að
varna því að blóð storkni í blóð-
gjafartækjum og gervihjörtum,