Úrval - 01.12.1955, Síða 36
32
ÚRVAL
maður í borginni. Hann hafði
fengið einu glasi of mikið — og
var valtur á fótunum. Vitnis-
burður minn varð til þess að
fella hann, og hann fékk árs
fangelsi. En handleggs-, fót-
og höfuðkúpubrot drengjanna
greru ekki fyrr eða betur fyr-
ir það.
Og y'öur langar til a'ö vita
af hverju ég er ekki brosandi
og stimamjúkur, þegar ég
stö'öva- y'öur?
Ég vildi óska að þér og ann-
að ökutryllt fólk hefði verið með
mér þegar ég var kvaddur til
vegna - umferðarslyss nýlega.
Hjón og f jögur börn þeirra voru
í ökuferð þegar sprakk hjá þeim
á öðru framhjóli. Maðurinn ók
alveg út á hægri vegarbrún og
fór að losa hjólið undan með
aðstoð 16 ára dóttur sinnar.
Allt í einu kom bíll brunandi
eftir veginum með yfir 100 kíló-
metra hraða. Hann ók á mann-
inn og dóttur hans og dró þau
með sér 50 metra eftir vegin-
um.
Það var verk mitt að ljós-
mynda bæði líkin. Kviðarhol
stúlkunnar var tætt í sundur;
höfuð mannsins var molað.
Glæpamaðurinn við stýrið hafði
allt kvöldið setið í vínstofu —
og hlaut fyrir þetta nokkurra
mánaða fangelsi. En hvað um
ekkjuna og börnin hennar þr jú ?
Þeirra dómur var ævilangur.
Margir líta á hraðann sem
dýrðlega skemmtun — en það
er óðs manns skemmtun. Með
annað augað á bakspeglinum
reynir bílstjórinn að leika á um-
ferðarlögregluna. Sé hann tek-
inn, ætlast hann til þess að lög-
regluþjóninn kunni að taka
spaugi.
En það er ekki spaug að rífa
í sundur bílflak til að bjarga
konu með opið höfuðkúpubrot.
og brotna mjaðmargrind. Það
er heldur ekki spaug að horfa
á mann brenna til bana í bíl
og hlusta á óp hans um hjálp,.
sem ég get ekki veitt honum
af því að hurðirnar eru fastar
í. Að horfa á limlest barnsiík
úti í móa, 30 til 40 metra frá
tveim samflæktum bílflökum.
eða vörubílstjóra sem æpir af
kvölum meðan logsuðumenn
vinna að því að losa hann, eða
unga konu sem maður verður að
vekja um miðja nótt til að segja
henni að maðurinn hennar sé
dáinn — ekkert af þessu er
spaug, skal ég segja yður, sízt
af öllu spaug.
Yður er velkomið að brosa
til mín blítt og freistandi, þegar
ég ætla að kæra yður fyrir of
hraðan akstur, aðeins ef þér
ætlist ekki til þess að ég endur-
gjaldi bros yðar, því að það
get eg ekki. Til þess hef ég séð
of mörg hryllileg slys, sem yðar
líkar hafa lent í. Ef til vill finnst
yður að ég sé óþarflega af-
skiptasamur, að það séu líf og
limir sjálfra yðar sem þér teflið
í hættu. En ég veit aö þaö er
meira i húfi.