Úrval - 01.12.1955, Qupperneq 37
FLUGVELIN
Kafli úr bókinni „Terre des Hommes",
eftir Antoine de Saint Exupery.
XUNU gildir, Guillaumet,* þó
starfsdagar þínir og nætur
líði við að stjórna benzíngjöf-
iimi, stilla jafnvægistækið,
lilusta drunur hreyfilsins,
spyrna gegn fimmtán tonnum
af málmi: vandamálin sem rísa
við þér eru, þegar á allt er lit-
ið, vandamál mannsins, og þú
öðlast, strax í stað, í fullum mæli
tíguleik fjallbúans. Eins vel og
skáldið kanntu að njóta fyrstu
brúnar dagsins. Úr djúpum
hinna örðugu nátta þráðirðu svo
oft birtingu þessa föla blóm-
knapps, þessarar heiðbirtu sem
fellir, í austrinu, skugga á lönd-
in. Þessi dýrðlegi gosbrunnur
hjaðnaði stundum með hægð,
fyrir augum þér, og læknaði
þig þegar þú hélzt að þú dæir.
Notkun vildarverkfæris gerði
þig ekki að þurrum sérfræðingi.
Mér virðist þeir rugli saman
tilgangi og tæki sem óttast um
of hinar tæknilegu framfarir
okkar. Hver sá sem berst í ein-
skærri von um efnahagsleg
gæði, uppsker raunar ekkert
* Vinur höfundar, flug^naður sem
fórst síðar yfir S-Atlantshafi.
sem gerir þess vert að lifa. En
vélin er ekki takmark. Flugvél-
in er ekki takmark: hún er
verkfæri. Verkfæri eins og plóg-
urinn.
Ef við höldum að vélin spilli
manninum, er það, ef til vill, af
því við erum of nálægt til að
dæma áhrif jafn örra umbreyt-
inga og þeirra sem við höfum
orðið fyrir. Hvað eru hundrað
ár í sögu vélarinnar móts við
tvö hundruð þúsund ár í sögu
mannsins ? Við erum varla setzt
að í þessu landslagi náma og
rafmagnsstöðva. Við erum
varla byrjuð að búa 1 þessu nýja
húsi, sem við höfum jafnvel
ekki lokið við að byggja. Allt
breyttist svo fljótt umhverfis
okkur: mannleg samskipti, að-
stæður starfsins, siðimir. —
Skörð hafa verið höggvin í við-
kvæmustu svæði sálskynjunar
okkar. Hugmyndirnar um að-
skilnað, burtveru, fjarlægð,
afturhvarf eru táknaðar með
sömu orðum, en þau bera ekki
sama raungilai. Til þess að
skilja heiminn í dag, notum við
orðtök sem smíðuð voru handa
heiminum í gær. Og líf fortíð-