Úrval - 01.12.1955, Síða 39

Úrval - 01.12.1955, Síða 39
FLUGVÉLIN 35 allt iðnaðarframtak mannsins, allir útreikningar hans, allar vökunætur hans yfir teikning- unum, miðist, með sýnilegum merkjum, aðeins að hinum al- gera einfaldleika, líkt og reynslu fleiri kynslóða þurfti til að mynda, smátt og smátt, boga- línu súlunnar, borðstokksins, eða skrokks flugvélarinnar, unz náðst hefur hinn tæri einfald- leiki boglínu brjósts eða axlar. Svo virðist sem starf verkfræð- inga, teiknara, stærðfræðinga vísindastofnanna sé ekki, á að sjá, annað en að slípa og af- nerna, létta þessi samskeyti, jafna þennan væng, unz það er ekki lengur neinn vængur fast- ur við skrokkinn, heldur full- komlega opið form, að endingu laust við skelina, eins konar sjálfrátt magn, tengt á dulræn- an hátt, og gætt sömu eiginleik- um og ljóðið. Svo virðist sem fullkomnun sé náð, ekki þegar engu er við að bæta, heldur þeg- ar ekkert er af að taka. Á loka- stigi þróunarinnar leynir vélin sér. Fullkomnun uppfinningar felst þannig í fjarvist uppfinn- ingarinnar. Og, rétt eins og all- ur sýnilegur vélabúnaður máðist smátt og smátt af tækinu, og við okkur blasir jafn eðlilegur hlutur og brimsorfinn hnullung- ur, þannig er það alveg eins að- dáunarvert að, jafnvel í notkun, gleymum við vélinni smátt og smátt. Við áttum forðum í höggi við flókna verksmiðju. En nú á dögum gleymum við að hreyfill- inn snýst. Loksins gegnir hann hlutverki sinu, en það er að snúast, líkt og hjarta slær, en við Ijáum hjarta okkar, heldur ekki, neina athygli. Athyglin er ekki lengur upptekin af áhald- inu. Handan áhaldsins, og í gegnum það, hittum við fyrir hina gömlu náttúru, náttúru garðyrkjumannsins, sæfarans, eða skáldsins. Það er við vatnið, það er við loftið sem flugmaðurinn kemst í snertingu um leið og hann flýgur upp. Þegar hreyflarnir hafa verið ræstir, þegar tækið klýfur hafið, gegn hörðu rótinu, þá glymur byrðingurinn líkt og klukka, og maðurinn getur gengt þessu starfi þar til nýru hans losna. Hann finnur sjóflug- vélina hlaðast afli, sekúndu eftir sekúndu, í sama mæli og hrað- inn eykst. Hann finnur eflast í þessum fimmtán tonnum af málmi, þennan þroska sem gerir flugið mögulegt. Flugmaðurinn læsir höndunum um stýristækin og, smátt og smátt, veitir hann þessu afli viðtöku, lýkt og náð- argjöf, í holum lófum sínum. Málmlíffæri stýristækjanna ger- ast boðberar máttar hans, í sama mæli og þessi náðargjöf veitist honum. Þegar mátturinn er fullþroska, skilur hann vélina við vatnið, með mýkri hreyfingu en við frætínslu, og treystir flugvélina í loftinu. E. H. þýddi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.