Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 40
Læknir lætur í Ijós álit sitt á máli,
sem liaim telur aö komiö sé út í
óheillavænlegar öfgar.
Öfgafull dýrkun konubrjóstanna.
Grein úr „Reader’s Digest“,
eftir dr. Goodrich C. Schauffler.
T STARFI MlNU sem kven-
læknir hef ég í vaxandi
mæli komizt í kynni við
einskonar æði, sem gripið
hefur kvenþjóðina, og sem
einkum hefur náð ískyggilega
miklum tökum á ungum stúlk-
um, jafnvel telpum innan við
fermingu. Fyrirbrigði þetta lýs-
ir sér í óeðlilegum og ýkjufull-
um áhuga á brjóstum konunnar.
Tilhneiging þessi, sem kvik-
myndir, blöð og tímarit eiga
sinn mikla þátt í að örva, er
orðin svo sterk, að hún er að
verða alvarlegt læknisfræðilegt
vandamál.
Hættan er kannski ekki fyrst
og fremst fólgin í því, að þessi
brjóstdýrkun valdi árekstrum í
kynlífi fólks. Hitt er læknum
meira áhyggjuefni, að brjóstin
eru orðin meginkyntákn kon-
unnar, en minna skeytt um hið
mikilvæga hlutverk þeirra til
viðhalds lífinu. Þó að það sé
einróma álit lækna, að brjósta-
börn séu heilbrigðari en pela-
börn, má fullyrða að meira en
helmingur allra mæðra koma
sér undan því að hafa börn sín á
brjósti.
Brjóstin, sem einu sinni voru
tákn móðernis, eru nú í augum
flestra stúlkna fyrst og fremst
vísbending um kynorku þeirra
og kynþokka. Mesta áhyggju-
efni ungra stúlkna er, að þetta
kyntákn þeirra nái ekk þeim
þroska og þeirri stærð, sem nú
er talið nauðsynlegt til þess að
ná hyllri karlmannanna. Það
kunna að virðast broslegir til-
burðir, þegar unglingstelpur
iðka af alvöru og áhuga lík-
amsæfingar, sem stuðla eiga að
því að þær fái mikil brjóst.
Og það væri vissulega broslegt,
ef þetta væri stúlkunum sjálf-
um ekki eins mikið alvörumál
og raun er á orðin.
Ég hef séð 10—11 ára telpur
í lækningastofu minni, sem
voru farnar að hugsa svo mik-
ið um brjóst sín, að þær voru
farnar að nota fölsk brjóst.
Dæmi eru til þess, að unglings-
stúlkur hafa orðið hugsjúkar og
taugaveiklaðar út af því að
brjóst þeirra þroskuðust ekki á
eðlilegan hátt. Þótt svo alvarleg
tilfelli séu auðvitað fágæt, eru
þau nógu mörg til þess að gefa
til kynna hve óeðlilega mikil