Úrval - 01.12.1955, Qupperneq 43
ÖFGAFULL DÝRKUN KONUBRJÓSTANNA
39
þessi lostafulla dýrkun brjóst-
anna skuli hafa orðið til þess,
að sumar eiginkonur þora ekki
að hafa barn sitt á brjósti af
ótta við að maðurinn hætti að
elska og þrá þær.
Hinar mjúku, fögru línurkonu-
líkamans eru guðsgjöf, og það
lyftir fegurð þeirra upp í hærra
veldi, ef þær eru látnar þjóna
því hlutverki sem þær eiga feg-
urð sína að þakka — móðerninu.
„Ef til vill merkasla nýjung' í sam-
göngutækni, sem fram hefur komið
siðan hjólið var funclið upi>.“
ROLLIGONINN farartæki, sem fer yfir allt.
Grein úr ,,The Saturday Evening Post“,
eftir Parker W. Kimball.
FYRSTA skipti, sem William
H. Albee ók yfir mann í
rolligon, var af slysni. Nokkrir
kunningjar hans höfðu safnast
saman til að horfa á hann aka
nýstárlegu ökutæki, sem valt
áfram á f jórum geysistórum, út
blásnum, aflöngum belgjum í
stað hjóla. Ökutækið rann yfir
fenjamýri, skreið yfir stóra
hnullunga eins og þeir væru
smáar steinvölur og klifraði
upp nokkra bratta sandhóla.
Þegar hér var komið sýn-
ingunni, stökk fyrrverandi
nautabani fram fyrir ökutækið,
eins og það væri naut, sem
hann ætlaði að fara að berjast
við. En honum skrikaði fótur
í sandinum — og Albee ók yf-
ir hann.
,,Tvær lestir af stáli runnu
yfir hann áður en ég gat stöðv-
að ferlíkið,“ segir Albee. „Eg
bjóst við að sjá hann sundur-
marinn, útflattan eins og
pönnuköku.“
En nautabaninn spratt á
fætur og hrópaði: „Lagsmaður!
Enn hvað þetta var hressandi!
Þetta ættu allir að reyna!“
Albee var jafnundrandi og
allir hinir, En við nánari íhug-
un sá hann hvernig í þessu lá.
Hinir mjúku, eftirlátu belgir,
sem rolligoninn rann áfram á,
dreifði þyngd ökutækisins yfir
allan likamann.