Úrval - 01.12.1955, Qupperneq 48
44
ÚRVAL
un skýrslna um útbreiðslu
hjartasjúkdóma í ýmsum lönd-
um heims. Þessar skýrslur, sem
byggðar eru á upplýsingum frá
hagstofum, tryggingarstofnun-
um og sjúkrahúsum, sýna ljós-
lega, að útbreiðsla hjartasjúk-
dóma er mjög breytileg eftir
löndum; og að samband virðist
vera milli hennar og mataræðis
þjóðanna.
Slagæðarnar, sem greinast
um hjartavöðvann og flytja
næringu til hans, nefnast krans-
æðar. Læknar hafa lengi vitað,
að alvarlegasta hættan fyrir
hjartað er sú, að innan á veggi
þessara æða safnist fitukennt
efni, sem nefnist kólesteról.
Þetta efni, sem myndast í lifr-
inni, er líkamanum nauðsynlegt
qg finnst í flestum vefjum hans.
En sá möguleiki virðist vera
fyrir hendi, og hefur nú verið
tekinn til rannsóknar, að of
mikið af kólesteról myndist í
líkamanum eða að það brenni
ekki nógu ört. í slíkum tilfellum
á það til að setjast innan á
veggi kransæðanna, og valda
þrengslum og svifta sjálfa æða-
vefina næringm. Ef þetta ferli
heldur áfram, getur að því kom-
ið að blóðtappi loki æðinni. Þar
sem hjartavöðvinn fær næringu
sína með þessum æðum, getur
þetta veikt hjartað. Svo langt
getur það gengið að hjartað
blátt áfram stöðvast af súrefn-
isskorti.
Dr. Keys, sá sem stendur fyr-
ir skýrslusöfnuninni er áður
Eitt mesta og alvarleg'asta
vandamál í heilbrigðismálum
bandarísku þjóðarinnar nú eru
hinir tíðu kransæðasjúkdómar í
ungum og miðaldra karlmönnum.
Miklar framfarir hafa orðið í
greiningu þessara sjúkdóma og
nokkrar framfarir í meðferð
þeirra, en lítil viðleitni hefur ver-
ið sýnd til að koma i veg fyrir
þá. Urn orsökina er það að segja,
að við höfum fundið nokkra meg-
inþætti, sem við getum lítil eða
engin áhrif haft á: t. d. arfgengi,
þar í talið vapctarlag (þrekinn
vöxtur); mikil blóðfita í ungum
mönnum; kynferði (karlmönnum
er hættara en konum), og liœkk-
andi aldur. En þeir þættir sem
lúta að umhverfinu og hægt er
því að hafÚ áhrif á, hafa alltof
lítið verið rannsakaðir. Af þeim
má nefna matarceði, tóbak,líkanis-
œfinyar, taugaáreynslu, loftslag
og þjóðhœtti. Samvirkar, alþjóð-
legar sjúkdómsrannsóknir (varð-
andi orsakir) munu án efa færa
okkur svör við mörgum spurning-
um. Grein Blake Clarks skýrir
frá mikilvægum byrjunarrann-
sóknum, sem telja verður merk-
an áfanga, ef frekari rannsóknir
staðfesta niðurstöður þeirra, og
gefa fyrirheit um bjartari fram-
tið.
Dr. Paul Dudley White,
forseti International Society
of Cardiology.
getur, athugaði heilbrigðis-
skýrslur 300 miðaldra kaup-
sýslumanna og atvinnurekanda,
sem rannsakaðir höfðu verið
reglulega í rannsóknarstofu
hans. Hann tók eftir, að kólest-
erólmagnið í blóði þeirra var
meira en í jafnstórum hópi