Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 52
Mendés-Franee: „Afengið er
mesta böl Frakklands“.
Drykkfelldesta þjóö heimsins.
Grein úr „Science Digest“,
eftir Blake Ehrlich.
IFRÁSÖGNUM manna, sem
ferðast hafa um Frakk-
land, má það heita sjaldgæf
undantekning, ef þess er ekki
getið, og á það lögð áherzla,
að þar sjáist aldrei arukkinn
maður.
Þetta er rétt. Það er athygl-
isvert fyrirbrigði hve sjaldan
sjást drukknir menn á almanna-
færi í Frakklandi. Útlendingar,
sem ferðast um Frakkland,
munu því eiga bágt með að
trúa því, að Frakkar drekki
meira áfengi en nokkur önnur
þjóð í heiminum.
Þegar Mendés-France lagði
fram áætlmi sína um baráttu
gegn ofdrykkju árið 1954 kall-
aði hann áfengið „mesta böl
Frakklands." Það var Mendés-
France með mjólkurglasið sitt,
sem dró athygli heimsins að
drykkjuskap þjóðarinnar, og
barátta hans gegn ofdrykkjunni
átti sinn drjúga þátt í að fella
stjórn hans.
Áfengisneyzlán í Frakklandi
á hvert mannsbarn í landinu
er 21 lítri af hreinum vínanda
á ári. Til samanburðar má geta
þess, Bandaríkjamenn drekka
meira en þrefalt minna, þó að
þar sé algeng sjón að sjá
drukkna menn á almannafæri.
Sannleikurinn er sá> að Frakk-
ar drekka sig sjaldan ofurölvi.
Aftur á móti eru þeir að heita
má alla daga ævi sinnar undir
áhrifum áfengis. Blóðpróf get-
ur sýnt áfengismagn fyrir ofan
ölvunarmarkið, þó að þeir virð-
ist vera allsgáðir.
Jafnvel á Bastilludeginum,
þjóðhátíðardegi landsins, þeg-
ar dansað er á götum og menn
eru sídrekkandi, sést mjög
sjaldan áberandi drukkinn mað-
ur, en næstum allir eru sæt-
kenndir.
Áfengisvandamálið í Frakk-
landi er þó í rauninni miklu
alvarlegra en hinar opinberu
tölur gefa til kynna. Hver ein-
asti bóndi í vínræktunarhéruð-
um landsins bruggar sitt eigið
vín, og í norður héruðum lands-
ins, þar sem aldinrækt kemur
í stað vínræktar, eru milljónir
heimila, sem framleiða sjálf
brennd vín úr eplum, perum,
ferskjum, plómum og kirsu-
berjum.
Þeir sem ekki framleiða sjálf-
ir vín þurfa heldur ekki að
fara langt til að kaupa það,