Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 53
DRYKKFELLDASTA ÞJÓÐ HEIMSINS
49
því að vínsölubúð er á hverja
144 íbúa í landinu. Um tíu
hundraðshluta af tekjum með-
alfjölskyldu í Frakklandi fer til
kaupa á áfengum drykkjum.
Kostnaður ríkisins vegna of-
neyzlu áfengis í landinu var ný-
lega til umræðu í franska þing-
inu. Þar upplýstist, að áfengis-
tollurinn gæfi ríkissjóði 54 mill-
jarða franka á ári. Um útgjöld
ríkissjóðs vegna drykkjuskap-
ar þjóðarinnar lágu engar töl-
ur fyrir, en enginn andmælti
þeirri skoðun, að þau væru
margfalt meiri en áfengistoll-
urinn.
Það er talinn sjálfsagður sið-
ur, að menn drekki áfengi á
daginn meðan þeir eru við vinnu
og dettur engum atvinnurek-
anda í hug að amast við því.
I matarböggli fransks verka-
manns, sem hann tekur með sér
á morgnana' er vínflaska, í stað
mjólkur eða kaffiflösku hjá öðr-
um þjóðum. Þetta vínþamb ger-
ir menn að vísu ekki ófæra til
vinnu, en það dregur áreiðan-
lega úr vinnuafköstum.
Þrátt fyrir uggvænlegar töl-
ur í opinberum skýrslum og um-
ræðum á þingi um áfengismál
neitaði meirihluti Frakka til
skamms tíma að trúa því að um
nökkurt áfengisvandamál væri
að ræða í landinu, jafnvel þótt
heilsa þeirra sjálfra hefði beðið
tjón af ofmikilli áfengisneyzlu.
Þeir fundu aðrar skýringar á
,,lifrarsjúkdómum“ sínum.
Flestir Frakkar drekka létt
vín, nema í Normandí og Bret-
agne, þar drekka menn brennd
ávaxtavín, og í Frakklandi er
það orðtak, að dálítið vín saki
engan mann.
I skýrslum til franska þings-
ins eftir dr. Etienne Day kem-
ur þó fram önnur skoðun. Þar
segir að 65% ofdrykkjunnar
megi skrifa á reikning léttra
vína. En það er erfitt að hrófla
við trú manna á hollustu víns-
ins. I auglýsingaáróðri vínsala
segir t. d., að í víni sé eins
mikii næring og í „5 eggjum,
4/s úr mjólkurflösku, 370 gr.
af brauði eða 585 gr. af kjöti,“
og þessu trúir hver einasti
Fraþki, og einnig því, að vín
sé „hollur, náttúrlegur drykk-
ur, til orðinn úr þrúgum og sól-
skini.“
Hinar skelfilegu tölur hag-
skýrslnanna hagga ekki þessari
trú, en þar stendur að ofdrykkj-
an verði fleiri mönnum að ald-
urtila en berklar, og að tala
ofdrykkjumanna, sem teknir
hafa verið inn á taugadeildar
sjúkrahúsanna, hafi þrefald-
ast á árunum 1940 til 1951, og
það sem skelfilegast er af öllu:
drykkjusýki er ekki fátið meðal
barna. Franskir foreldrar vilja
ekki trúa því, að áfengi sé skað-
legt fyrir böm.
,,Þú heyrir það, væna mín,
að það er læknirinn sem tekur af
þér vínið en ekki mamma.“ í
lækningastofum má heyra mæð-
ur segja þetta við fjögra og
fimm ára dætur sínar, sagðí