Úrval - 01.12.1955, Side 62

Úrval - 01.12.1955, Side 62
58 ÚRVAL og færi burt því betra. 1 hjarta mínu var ég auðvitað á bandi Burmabúa og í algerri andstöðu við kúgara þeirra, Breta. Á starfi mínu hafði ég megnustu óbeit. Það veitti mér ríkuleg tækifæri til að kynnast náið and- styggð og vesaldóm nýlendu- stefnunnar. Handjárnaðir vesa- lingar sem húktu í daunillum fangavögnum, gráguggin, buguð andlit fanganna, örum settir bakhlutar manna sem höfðu verið húðstrýktir með reyrprik- um — allt magnaði þetta hjá mér óbærilega sektarvitund. TJngur og óreyndur eins og ég var gat ég ekki séð þetta allt sem hluta af stærri heild, og ég varð að reyna að leysa vandamál mín í þeirri algeru þögn, sem umlykur sérhvern Englending í Austurlöndum. Ég vissi ekki einu sinni að brezka heimsveldið var að leysast í sundur, og enn síð- ur grunaði mig að það væri að skömminni til skárra en þau heimsveldi áttu eftir að verða, sem voru að ryðja því úr vegi. Hið eina sem ég vissi var, að ég var sem klofinn milli haturs míns á því heimsveldi sem ég þjónaði og reiði minnar gegn þeim illgjörnu djöflum sem gerðu allt til að torvelda mér starf mitt. Annars vegar leit ég á brezka heimsveldið sem ófor- betranlega harðstjórn sem ára- tugum saman hefði kúgað van- máttugar þjóðir, en á hinn bóg- inn átti ég enga ósk heitari en þá að mega reka byssusting í kvið Búddaprestanna. Svona tilfinningar eru eðlilegur ávöxt- ur heimsvaldastefnunnar. Þið getið spurt hvaða brezkan em- bættismann sem er um þetta, ef þið hittið hann utan þjón- ustutíma. Dag nokkurn gerðist dálítið, sem á óbeinan hátt var tákn- rænt. I sjálfu sér var það smá- vægilegt, en það gaf mér betri innsýn en ég hafði áður haft í hið sanna eðli heimsvalda- stefnunnar og ofbeldisíega stjórnarhætti hennar. Snemma morguns hringdi lögregluforingi frá lögreglustöð í hinum enda borgarinnar og sagði að fíll væri að eyðileggja búðirnar á markaðstorginu. Vildi ég vera svo góður að koma og kippa þessu í lag? Ég vissi raunar ekki hvað ég gæti gert, en af því að ég vildi sjá hvað um væri að vera, lagði ég á hest minn og reið af stað. Ég tók með mér gömlu byssuna mína, sem var alltof lítilfjörleg til þess að geta unnið á fíl, en ég hélt að hvellirnir gætu kannski fælt fílinn. Margir innbornir menn stöðvuðu mig á leiðinni og sögðu rnér frá hátterni fílsins. Hann var vitanlega ekki villtur heldur taminn fíll sem hafði fengið æði. Hann hafði verið bundinn eins og allir tamdir fílar eru þegar æði er að koma yfir þá, en nóttina áður hafði hann slitið sig lausan. Stjórn- andi hans, sem var sá eini er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.