Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 62
58
ÚRVAL
og færi burt því betra. 1 hjarta
mínu var ég auðvitað á bandi
Burmabúa og í algerri andstöðu
við kúgara þeirra, Breta. Á
starfi mínu hafði ég megnustu
óbeit. Það veitti mér ríkuleg
tækifæri til að kynnast náið and-
styggð og vesaldóm nýlendu-
stefnunnar. Handjárnaðir vesa-
lingar sem húktu í daunillum
fangavögnum, gráguggin, buguð
andlit fanganna, örum settir
bakhlutar manna sem höfðu
verið húðstrýktir með reyrprik-
um — allt magnaði þetta hjá
mér óbærilega sektarvitund.
TJngur og óreyndur eins og
ég var gat ég ekki séð þetta
allt sem hluta af stærri heild,
og ég varð að reyna að leysa
vandamál mín í þeirri algeru
þögn, sem umlykur sérhvern
Englending í Austurlöndum.
Ég vissi ekki einu sinni að
brezka heimsveldið var að
leysast í sundur, og enn síð-
ur grunaði mig að það væri
að skömminni til skárra en þau
heimsveldi áttu eftir að verða,
sem voru að ryðja því úr vegi.
Hið eina sem ég vissi var, að ég
var sem klofinn milli haturs
míns á því heimsveldi sem ég
þjónaði og reiði minnar gegn
þeim illgjörnu djöflum sem
gerðu allt til að torvelda mér
starf mitt. Annars vegar leit ég
á brezka heimsveldið sem ófor-
betranlega harðstjórn sem ára-
tugum saman hefði kúgað van-
máttugar þjóðir, en á hinn bóg-
inn átti ég enga ósk heitari en
þá að mega reka byssusting
í kvið Búddaprestanna. Svona
tilfinningar eru eðlilegur ávöxt-
ur heimsvaldastefnunnar. Þið
getið spurt hvaða brezkan em-
bættismann sem er um þetta,
ef þið hittið hann utan þjón-
ustutíma.
Dag nokkurn gerðist dálítið,
sem á óbeinan hátt var tákn-
rænt. I sjálfu sér var það smá-
vægilegt, en það gaf mér betri
innsýn en ég hafði áður haft
í hið sanna eðli heimsvalda-
stefnunnar og ofbeldisíega
stjórnarhætti hennar. Snemma
morguns hringdi lögregluforingi
frá lögreglustöð í hinum enda
borgarinnar og sagði að fíll
væri að eyðileggja búðirnar á
markaðstorginu. Vildi ég vera
svo góður að koma og kippa
þessu í lag? Ég vissi raunar
ekki hvað ég gæti gert, en af
því að ég vildi sjá hvað um
væri að vera, lagði ég á hest
minn og reið af stað. Ég tók
með mér gömlu byssuna mína,
sem var alltof lítilfjörleg til
þess að geta unnið á fíl, en ég
hélt að hvellirnir gætu kannski
fælt fílinn. Margir innbornir
menn stöðvuðu mig á leiðinni og
sögðu rnér frá hátterni fílsins.
Hann var vitanlega ekki villtur
heldur taminn fíll sem hafði
fengið æði. Hann hafði verið
bundinn eins og allir tamdir
fílar eru þegar æði er að koma
yfir þá, en nóttina áður hafði
hann slitið sig lausan. Stjórn-
andi hans, sem var sá eini er