Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 64

Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 64
60 TjRVAL fælast og kasta mér af sér ef hann fengi veður af fílnum. Boðliðinn var kominn aftur að vörmu spori með byssuna og fimm skothylki, og á meðan höfðu nokkrir innbomir menn komið aðvífandi og skýrt mér frá því, að fíllinn væri úti á rísakri aðeins nokkur hundruð metra í burtu. Þegar ég lagði af stað streymdi fólkið út úr húsunum og hélt í humátt á eftir mér. Það hafði séð byss- una og allir æptu æstum rómi að ég ætlaði að skjóta fílinn. Það hafði gefið fílnum lítinn gaum meðan hann var að eyði- leggja heimili þess, en þegar átti að skjóta hann, kom ann- að hljóð í strokkinn. Það var eins og þjóðhátíð fyrir fólkið, raunar á sama hátt og það mundi hafa verið í Englandi. Auk þess vildi það fá fílakjöt- ið. Mér stóð ekki á sama um þetta. Það var ekki ætlun mín að drepa fílinn — ég hafði að- eins sent eftir byssunni til þess að geta varið mig ef þörf gerð- ist — og það er alltaf óþægi- leg tilfinning að vita af fjölda fólks á eftir sér. Ég gekk föst- um skrefum niður hæðina með byssuna um öxl og vaxandi mannfjöldann á hælum mér, en fann með sjálfum mér hve bjánalegt þetta sjónarspil var. Fyrir neðan hæðina var mal- bikaður vegur og handan hans nokkur hundruð hektarar af óræktuðum, blautum rísökrum og stóðu grasivaxnir þúfna- kollar upp úr leðjunni hér og þar. Fíllinn stóð um fimm metra frá veginum. Hann lét sig engu skipta þó að mannf jöldinn nálg- aðist. Hann rykkti upp stórum grasvöndum, sló þeim í fætur sér til að hrista af þeim mold- ina og stakk þeim upp í sig. Ég staðnæmdist á veginum. Undir eins og ég sá fílinn vissi ég að þarflaust var að skjóta hann. Það er alvörumál að drepa taminn fíl, úrræði sem ekki er gripið til nema í ýtrustu neyð — sambærilegt við það að eyðileggja stóra og dýra vél. Nú var fíllinn meinlaus eins og kýr þarna sem hann stóð á beit rólegur og afskiptalaus. Ég var, og er enn, sannfærður um, að æðiskast hans var lið- ið hjá, og þá yrði hann þarna á rölti, engum til meins, þang- að til stjórnandi hans kæmi að sækja hann. Auk þess hafði ég ekki neina löngun til að drepa hann. Ég ákvað því að hafa gát á honum um stund til þess að fullvissa mig um að hann réðist ekki til árásar að nýju. Síðan gat ég farið heim. En á sömu stundu varð mér litið sem snöggvast á mann- fjöldann, sem komið hafði á eftir mér. Það var ótrúlegur manngrúi, minnst tvö þúsund manns og fleiri bættust við með hverri mínútu. Ég leit yfir þetta haf af gulum andlitum og marglitum klæðum; á öllum andlitunum var sami svipur sællar eftirvæntingar; allir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.