Úrval - 01.12.1955, Page 75
MlNUS - - NÝTT MEGRUNARLYF
71
megrunarlyf, heldur hjálpar-
tæki, sem auðveldar sjúklingn-
um að takmarka við sig mat-
inn.“
Megrunarlyf, sem hingað til
hafa verið notuð, má flokka í
þrjá flokka eftir áhrifum sínum.
I fyrsta lagi eru það skjaldkirtil-
efni — vakar — sem eiga að
auka brunann í líkamanum. Sé
jafnframt neyzlu þeirra fylgt
ströngum mataræðisreglum,
megrast sjúklingurinn ört — en
slíkri megrun fylgja hættur.
Ef skjaldkirtilvakar eru
gefnir lengi, geta þeir valdið
sykursýki. Þeir geta einnig haft
skaðleg áhrif á nýrun. Auk þess
getur eðlileg vakamyndun í
skjaldkirtlinum minnkað svo
mikið, að sjúklingurinn verði
alla ævi að fá vakana sem lyf.
I öðru lagi fást í lyf jabúðum
megrunarlyf með anfetamíni í,
sem deyfir matarlystina. Þessi
lyf eru enganveginn skaðlaus.
Anfetamín er eiturlyf, sem hef-
ur skaðleg áhrif á hjarta og
taugakerfi. Auk þess er árang-
ur þessara megrunarlyfja vafa-
samur og hjá sumum enginn.
Loks hafa á síðari árum kom-
ið fram ýms efni, sem deyfa
mjög sultartilfinninguna. Þau
eru gerð meðal annars úr beðmi
(cellulose)-samböndum, sem eru
uppleysanleg í vatni, kolvetnum
og algínsýrusamböndum. Efni
þessi bólgna í maganum, sem
er æskilegt, en þau hafa jafn-
framt þann ókost, að þau halda
rúmtaki sínu og þéttleika alla
leið gegnum þarmana. Af þeim
sökum hafa þau stundmn vald-
ið sjúklingum óþægindum, og
árangurinn þá ekki orðið sem
skyldi.
Mínus virðist aftur á móti
uppfylla þau skilyrði, sem gera
verður til ,,kviðfylliefnis“ handa
megrunarsjúklingum. Það bólgn.
ar í maganum og svæfir þannig
sultartilfinninguna, en verður
aftur að vökva strax og það
kemur í þarmana. Það er skað-
laust og hefur engin aukaáhrif.
En vegna efniseiginleika sinna
hefur það reynzt hafa lítið eitt
„mýkjandi'1 áhrif á hægðir.
LAUSN A VANDANUM.
Tvær konur í járnbrautarvagni þráttuðu um það hvort glugg-
inn skyldi hafður opinn eða lokaður og loks var kallað á
lestarþjóninn. ,,Ef glugginn verður opnaður," sagði önnur, „þá
fæ ég lungabólgu og dey sennilega."
,,Ef glugginn verður ekki opnaður," sagði hin, „þá kafna ég
áreiðanlega."
Konurnar mændu heiftaraugum hvor á aðra og lestarþjónninn
vissi ekki hvað hann átti að gera. Þá gall við karlmaður, sem
sat í vagninum: „Það er ósköp einföld lausn á þessu, iestarþjónn.
Þér skuluð fyrst opna gluggann, þá drepst önnur. Síðan skuluð
þér loka honum og þá drepst hin. Er þá von til að friður verði
í vagninum." - Tea-table Gossip.