Úrval - 01.12.1955, Síða 85
SJÁLFSKIPAÐA ÞERNAN OKKAR 1 SINGAPORE
81
með pappírsljóskerum og gaf
okkur kryddaðar tunglkökur í
heila viku. Og á nýársfagnaði
Kínverja, sem venjulega stóð
tvær vikur í febrúar, gaf hún
sér lausan tauminn. Hún hvarf
þá með lagskonum sínum í heila
viku. Þegar hún kom slangrandi
heim, með pappírshúfu slútandi
fram á aðra augabrúnina og
sterkan vínþef úr vitunum, var
hún alltaf með gjafir handa öll-
um, einnig hundinum, páfa-
gauknum og apanum.
Ama lét sig heimsmálin litlu
skipta, en hún fylgdist af lífi
og sál með því sem gerðist í
borginni. Á hverjum morgni las
Glókollur fyrir hana fréttirnar
í Straits Times. Þannig fékk hún
vitneskju um Tan Eng Boon
málið.
Tan var sex mánaða kínversk-
ur drengur. Musterisprestur
hafði sagt fátækri móður hans,
að ef hún léti hann ekki frá sér
mundi hann deyja. Mynd af Tan
og móður hans birtist í Straits
Times og sagan um það hvers-
vegna hún yrði að gefa hann.
Það var misráðið að láta Ömu
sjá myndina. Eng Boon var ein-
staklega fallegur drengur, og
Ama hafði yndi af börnum. Hún
kvaðst þegar ætla að taka
drenginn í fóstur.
Það atvikaðist þó svo, að súlt-
aninn í einu ríkinu á Maiaja
varð fyrri til; hann sótti Eng
Boon í Rolls Royce bílnum sín-
um og ók með hann heim í höll
sína.
I marga daga á eftir var-
Ama ekki mönnum sinnandi,
hvernig svo sem við reyndum
að hressa hana. En dag nokk-
urn þegar ég kom heim gekk
Ama um syngjandi eins og spör-
fugl. Ég spurði Glókoll hvaú
hefði komið fyrir hana.
,,Ég sagði henni að við ættum
von á barni,“ sagði hún kankvís.
Þetta voru nýjar fréttir fyrir
mig. „Hvenær kom það nú til?“
spurði ég.
Glókollur yppti öxlum. ,,Það
er að vísu ekki enn komið til,
en nú verður ekki lengur dregið
að _hef jast handa.“
Ég sagði ekkert. Hvað gerir
maður ekki nú á dögum til að
halda góðri stúlku!
o-cy-o
ST J ÖRNMÁL AHÆFILEIKI.
Sir Winston Churchill var eitt sinn spurður að því hvaða
hæfiieika hann teldi nauðsynlegastan fyrir stjórnmálamann. Án
þess að hika svaraði hann: ,,Það er hæfileikinn til að segja.
fyrir um hvað gerast muni á morgun, næsta mánuð og næsta
ár —- og til að skýra eftir á hversvegna það gerðist ekki.“
•— Reader’s Digest,