Úrval - 01.12.1955, Page 91

Úrval - 01.12.1955, Page 91
UNGLINGAR Á GELGJUSKEIÐI 87 undanlátssemi og afskiptaleysi. En við verðum að forðast alla óparfa tilfinningaárekstra. Við verðum stundum að líta á gelgjuskeiðsunglinga blátt á- fram eins og taugaveikluð börn. Ég er sannfærður um, að ef við gerðum það frá upphafi, þá yrðu erfiðleikarnir minni, bæði fyrir unglingana sjálfa og fjölskyld- ur þeirra. Við þurfum að gera meira til að hjálpa unglingun- um að þroska með sér félags- hugð sína og gera okkur ljóst hvernig óskir og áhugamál leita sér útrásar á gelgjuskeiðinu. AÐ er til nokkuð sem heitir kynhvöt, sem af hentisemi- og siðgæðisástæðum er ekki hægt að fullnægja í samfélagi voru þar sem heimilið með nokk- urnveginn fullþroska einstakl- ingum er uppistaðan. En hvað á að gera við unglinga sem eru kynþroska, sem dreymir um maka og sem blöð, bækur og kvikmyndir leggjast á eitt um að örva til kynathafna? Bönn og forboð ein saman stoða ekki. Náttúruöfl virða ekki bönn. Augljóst er, að við fullorðna fólkið verðum að meðhöndla kynferðisvandamál gelgju- skeiðsunglingsins meira í sam- ræmi við veruleikann en nú á sér stað. Hér mætti skjóta því inn í, að oft gerir hvorki upp- alandinn né unglingurinn sjálf- ur sér grein fyrir því, að óró- inn og tvískinnungurinn í lund- erni unglingsins eru í mjög nánu sambandi við kynhvötina. Hinu eiginlega vandamáli er stjakað til hliðar og á margan hátt hjúpað slíkri leynd og bann- helgi, að það blekkir alla aðila. Og ef málið ber á góma, læt- ur unglingurinn oft sem hann hafi engan áhuga á því eða þurfi sízt af öllu nokkra fræðslu um það. En þetta sannar á engan hátt, að unglingurinn hafi ekki þörf á að fræðast eða létta á hjarta sínu. Eitt er víst: næst- um hver einasta móðir meðal vestrænna þjóða ber kvíðboga fyrir því að dóttir hennar verði táldregin og gerð ófrísk, eða að sonur hennar leiðist út í ólifnað og verði sér úti um kynsjúk- dóm. Viðskulum aðeins líta á nokk- ur atriði þessa vandamáls. For- eldrar geta ekki verið barnfóstr- ur hálffullorðins fólks. Mögu- leikar til að ala upp stálpaða unglinga eru mjög takmarkaðir. Frumskilyrði þeirra allra er trúna&arsamband milli kynslóð- anna, að börnin finni að við treystum þeim og tortryggjum þau ekki, jafnvel þó að þeir komi stundum dálítið seint heim á kvöldin. Varast skyldu foreldrar að hnýsast í skrif- borðsskúffur, vasa, dagbækur, eða bréf barna sinna. Þesskon- ar hnýsni er ekki til þess fallin að skapa trúnaðartraust. Hún getur orðið til þess að ungling- urinn grípi til örþrifaráða í sjálfstæðisbaráttu sinni, því að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.