Úrval - 01.12.1955, Page 103
UPPREISN UM BORÐ
99f
en ráðizt síðan á þá og drepið
alla nema hann einan. Hann
myndi snúa aftur til Nantucket.
Engum myndi koma til hugar
að ákæra hann, það yrði miklu
fremur litið á hann sem hetju.
En þegar hér var komið sögu,
gerðist hamingjan honum frá-
hverf. Þeir símbundu skipið,
smíðuðu fleka og fluttu vistir
og verkfæri til lands. Tjöld voru
reist á ströndinni og þar hafði
Comstock bækistöð sína, en
Payne hafði völdin um borð í
skipinu. Payne sá um hleðslu
flekanna og flutningin í land, en
þar tók flokkur Comstocks við
birgðunum. Brátt frétti Payne
að Comstock væri farinn að gefa
eyjarskeggjum gjafir, enda sá
hann með eigin augum hvernig
þeir þyrptust kringum lending-
arstaðinn. Þorp þeirra var ekki
nema þrjár mílur í burtu.
Skyndilega var sem hópurinn
kæmist í uppnám. Payne sá
hvað um var að vera. Tveir af
eyjarskeggjum voru farnir að
stika um í buxum, jakka og
jafnvei með húfu yfirmanns á
skipum.
Payne bölvaði sáran og barði
hnefunum í borðstokkinn. Hann
gekk til manna sem voru að
hlaða fleka og sagði: ,,Takið
mig með í land!“
Þegar Pavne stökk af flekan-
um upp í f jöruna. hvarf Com-
stock inn í tjaldið. Payne fór
inn á eftir honum. Það hófst
hörð senna milli uppreisnar-
mannanna tveggja. Menn
heyrðu að Comstock hrópaói:
,,Og ef einhver á meira vantal-
að við mig, þá sæki ég byssuna
mína!“
Payne svaraði um hæl og var
reiður: „Mér er sama um það..
Ég er reiðubúinn!"
Það varð aftur þögn. Þá
sagði Comstock: „Ég ætia að
fara um borð einu sinni enn.
Eftir það máttu' gera það sem
þér sýnist.“
Payne var enn kyrr í tjaldinu
þegar Comstock kom til baka.
Comstock var nú með sveðju
mikla í slíðri við hlið sér. Hann
gekk að tjaldinu og kallaði:
„Payne.“
Payne kom út.
„Ég skil bessa ekki við mig
meðan ég lifi,“ sagði Comstock
og kiappaði sveðjunni. Síðan
gekk hann brott og hélt í átt-
ina til þorps eyjarskeggja. Skip-
verjar litu hver á annan og
hristu höfuðið.
Það var unnið að birgðaflutn-
ingum allan daginn og undir
kvöld settust menn að snæðingi.
Þá varð einum mannanna litið
unp og honum brá heldur en
ekki í brún.
Stór hópur eyjarskeggia var
á leiðinni niður að ströndinni.
Þegar þeir færðust nær, sáu
skipverjar að Comstock var í
fararbroddi. Menn risu á fætur
og störðu á fylkinguna. Flokk-
urinn gekk framhiá tjaldbúðun-
um og niður í fjöruna, en hélt
síðan aftur upp á evna.
Payne horfði á eftir hersing-