Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 104
100
ÚRVAL
iinni og skyndilega varð hon-
nm Ijóst, hvað Comstock hafði
í huga. Nú skildi hann hvers-
vegna Comstock var svona ör-
látur við eyjarskeggja. Hann
fór að velta fyrir sér, hve marg-
ar byssur hann væri búinn að
gefa þeim. Hann hafði látið sem
hann hefði ekki annað vopn en
sveðjuna, en sennilega var hann
nú önnum kafinn við að kenna
hinum innbornu að fara með
byssur og skipuleggja þá til
árásar á félaga sína. Payne
bjóst við árásinni þá og þegar.
Innan skamms var orðið al-
dimmt umhverfis tjaldbúðirnar.
Payne valdi nokkra menn úr
hópnum, fékk þeim hlaðnar
byssur og lét þá standa vörð.
Hann áminnti þá um að vera
vara um sig.
Menn lögðust til svefns í
tjaldbúðunum. Nóttin leið. Það
var farið að birta af degi og
ekki sást til neinna mannaferða.
TJti á lóninu lá Globe og siglu-
tré og i-eiða bar við himinninn.
Sólin var um það bil að koma
upp þegar einn varðmaðurinn
staðnæmdist skyndilega á göngu
sinni, starði í áttina til þorps-
ins og hljóp síðan sem tætur
toguðu til tjaldanna.
,,Hann er að koma!“æptivörð-
urinn. „Comstock er að koma!“
Eftir örstutta stund voru Payne
og þrír félagar hans komnir út
úr tjaldinu. Þeir voru allir með
byssur. Þeir komu auga á
Comstock í svo sem mílu fjar-
lægð, en síðan hvarf hann á bak
við runna. Mennirnir fjórir
krupu niður andspænis þeim
stað, þar sem þeir bjuggust við
að hann kæmi aftur í ljós.
Allt í einu sást á höfuð Com-
stocks upp úr kjarrinu. Hann
gekk hratt í áttina til þeirra.
Hann var í þann veginn að
draga sveðjuna úr slíðrum þeg-
ar hann kom auga á fyrirsáturs-
mennina. Hann nam staðar og
starði á byssuhlaupin, sem
beint var gegn honum.
„Skjótið mig ekki!“ hrópaði
hann. „Skjótið mig ekki! Ég
skal ekki gera ykkur neitt
mein.“
Það var hleypt af öllum
byssunum í einu.
Comstock riðaði og féll síðan
á grúfu í kóralsandinn. Samúel
Comstock hafði verið meira en
ár að undirbúa uppreisnina
gegn Worth skipstjóra. Það
liðu ekki nema þrjár vikur þar
til dauða skipstjórans var hefnt.
Hin fullkomna uppreisn var
farin út um þúfur.
En þó að Samúel Comstock
væri dauður, munaði samt mjóu
að uppreisnin hepnaðist.
Þegar Iíkið hafði verið greftr-
að, gerðist Silas Payne foringi
uppreisnarmanna. Hann mælti
svo fyrir, að ekki skyldi flutt
meira af birgðum í land að sinni.
Hann setti tvo menn á vörð við
tjaldbúðirnar og sex um borð
í skipið.
Payne og aðrir skipverjar, að
undanteknum vörðunum, lögð-