Úrval - 01.12.1955, Side 106

Úrval - 01.12.1955, Side 106
102 ÚRVAL af íbúunum voru enn hrifnir af hvítu mönnunum — og höfðu þær með sér heim í tjaldið. En morguninn eftir strauk lagskona Paynes aftur til þorps- ins. Payne ákvað þegar að elta hana uppi. Hann og tveir félag- ar hans hélduvopnaðir til þorps- ins. Hinir innbornu lögðu á flótta, þegar þeir heyrðu skot- hvellina, og Payne náði stúlk- unni og dró hana nauðuga til tjaldsins. Eyjarskeggjar fylgdu i humátt á eftir, og til þess að gefa þeim ráðningu, barði Payne stúlkuna í augsýn þeirra og setti hana síðan í járn. Eyjarskeggjar tóku nú að þyrpast umhverfis tjaldbúðirn- ar. Ekki höfðu þeir neinar hót- anir í frammi, en skipverjum stóð ógn af þeim og rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hópur hinna innbornu óx og sumir voru vopnaðir spjótum, hnífum og óhugnanlegum sverð- um, sem gerð voru úr hákarls- tönnum. Payne fylkti mönnum sínum í hálfhring og fékk þeim byss- ur og skotfæri eftir því sem birgðir entust. Ætlun hans var að sækja fram til hvalbátsins í f jörunni og slá hring um hann. Ef þeir neyddust til að hörfa, gætu þeir hrundið bátnum á flot og bjargazt á honum úr klóm eyjarskeggja. En áður en Payne fékk ráðrúm til að skipuleggja iið sitt, hófu eyjarskeggjar á- rásina. Fyrsta verk þeirra var að brjóta bátinn, rétt eins og þeir hefðu haft vitneskju um fyrirætlan Paynes. Payne sýndi mikið snarræði og hugrekki á þessari hættu- stund. Hann lagði frá sér byss- una og gekk einn og óvopnaður til árásarmannanna. Payne ræddi við tvo eða þrjá höfð- ingja eyjarskeggja í næstum klukkustund, umkringdur liði óvinanna. En loks rofnaði mann- hringurinn og Payne kom aftur skálmandi til tjaldsins. Hann skýrði félögum sínum frá upp- gjafarskilmálum, sem hann hafði gengið að. Honum hafði tekizt að forða bardaga, en hins vegar hafði hann orðið að ganga að þeim afarkostum, að eyjar- skeggjar fengju allar birgðir skipverja, vopn og vistir, og jafnvel tjöldin. Og hann hafði einnig lofað því, að hér eftir skyldu hvítu mennirnir hlýðn- ast hinum innbornu í einu og öllu. En í staðinn var skipverj- um lofað griðum. Með þessum samningi sýndi Payne hve hörmulega fáfróður hann var um innræti eyjar- skeggja. Jafnskjótt og hvítu mennirnir létu bilbug á sér finna, var úti um þá. Eyjar- skeggjum kom aldrei til hugar að standa við griðaloforð sitt. Payne hafði varla lokið við að skýra félögum sínum frá skil- málunum, þegar eyjarskeggjar hófu árásina. Árásin var svo snögg, að skipverjar voru al- gerlega óviðbúnir. Og sennilega hefur þeim ekki verið ljóst, að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.