Úrval - 01.12.1955, Blaðsíða 106
102
ÚRVAL
af íbúunum voru enn hrifnir af
hvítu mönnunum — og höfðu
þær með sér heim í tjaldið.
En morguninn eftir strauk
lagskona Paynes aftur til þorps-
ins. Payne ákvað þegar að elta
hana uppi. Hann og tveir félag-
ar hans hélduvopnaðir til þorps-
ins. Hinir innbornu lögðu á
flótta, þegar þeir heyrðu skot-
hvellina, og Payne náði stúlk-
unni og dró hana nauðuga til
tjaldsins. Eyjarskeggjar fylgdu
i humátt á eftir, og til þess að
gefa þeim ráðningu, barði Payne
stúlkuna í augsýn þeirra og setti
hana síðan í járn.
Eyjarskeggjar tóku nú að
þyrpast umhverfis tjaldbúðirn-
ar. Ekki höfðu þeir neinar hót-
anir í frammi, en skipverjum
stóð ógn af þeim og rann kalt
vatn milli skinns og hörunds.
Hópur hinna innbornu óx og
sumir voru vopnaðir spjótum,
hnífum og óhugnanlegum sverð-
um, sem gerð voru úr hákarls-
tönnum.
Payne fylkti mönnum sínum
í hálfhring og fékk þeim byss-
ur og skotfæri eftir því sem
birgðir entust. Ætlun hans var
að sækja fram til hvalbátsins
í f jörunni og slá hring um hann.
Ef þeir neyddust til að hörfa,
gætu þeir hrundið bátnum á flot
og bjargazt á honum úr klóm
eyjarskeggja. En áður en Payne
fékk ráðrúm til að skipuleggja
iið sitt, hófu eyjarskeggjar á-
rásina. Fyrsta verk þeirra var
að brjóta bátinn, rétt eins og
þeir hefðu haft vitneskju um
fyrirætlan Paynes.
Payne sýndi mikið snarræði
og hugrekki á þessari hættu-
stund. Hann lagði frá sér byss-
una og gekk einn og óvopnaður
til árásarmannanna. Payne
ræddi við tvo eða þrjá höfð-
ingja eyjarskeggja í næstum
klukkustund, umkringdur liði
óvinanna. En loks rofnaði mann-
hringurinn og Payne kom aftur
skálmandi til tjaldsins. Hann
skýrði félögum sínum frá upp-
gjafarskilmálum, sem hann
hafði gengið að. Honum hafði
tekizt að forða bardaga, en hins
vegar hafði hann orðið að ganga
að þeim afarkostum, að eyjar-
skeggjar fengju allar birgðir
skipverja, vopn og vistir, og
jafnvel tjöldin. Og hann hafði
einnig lofað því, að hér eftir
skyldu hvítu mennirnir hlýðn-
ast hinum innbornu í einu og
öllu. En í staðinn var skipverj-
um lofað griðum.
Með þessum samningi sýndi
Payne hve hörmulega fáfróður
hann var um innræti eyjar-
skeggja. Jafnskjótt og hvítu
mennirnir létu bilbug á sér
finna, var úti um þá. Eyjar-
skeggjum kom aldrei til hugar
að standa við griðaloforð sitt.
Payne hafði varla lokið við
að skýra félögum sínum frá skil-
málunum, þegar eyjarskeggjar
hófu árásina. Árásin var svo
snögg, að skipverjar voru al-
gerlega óviðbúnir. Og sennilega
hefur þeim ekki verið ljóst, að