Úrval - 01.12.1958, Side 34
I*að er aldrei oí mikið að því unnið að
draga úr slysahættunni í umferð-
inn. Allir sem aka bil ættu því
að lesa þessa grein.
Augnþjálfun og aksturshœfni
Grein úr „Christian Herald“,
eftir Don Wharton.
EGAR ég settist við stýrið
til að hefja reynsluferðina,
hélt ég, að ég mundi slampast
í gegn. Ég hafði ekið frá því
að ég var átján ára og aldrei
lent í slysi. Ég hafði lagt að
baki mér 250 þúsund mílur og
verið jafn öruggur á erfiðum
fjallvegum og í iðandi umferð
stórborgarinnar. Mér hafði aldr-
ei komið til hugar, að eitthvað
kjmni að vera athugavert við
aksturinn hjá mér.
„Taktu það rólega og aktu
eins og þér er eðlilegt,11 sagði
prófdómarinn, sem sat við hlið-
ina á mér. „Þá hljóta venjur
þínar að koma í ljós.“
Við ókum gegnum stórborg-
arumferðina og prófdómarinn
merkti við á sérstakt blað, ef
mér varð eitthvað á. Eftir um
það bil hálftíma akstur sagði
hann mér að leggja bílnum og
fór að benda mér, lið fyrir lið
á villurnar, sem ég hafði gert.
Ég sá ekki nógu snemma
tafir í umferðinni. Ég tefldi oft
á tvær hættur með því að vera
ekki nógu fljótur að draga úr
hraðanum, skipta um akrein.
eða flauta. Ég var ekki nema
í meðallagi athugull á umferð-
ina til hliðar við mig og á eftir
mér. Ég ók of hratt, þegar ég
var á akreininni næst bílastæð-
unum, átti erfitt með að forð-
ast að aka í „blinda bletti“ bíls-
ins á undan mér og gekk ekki
alltaf úr skugga um, að aðrir
ökumenn hefðu tekið eftir hljóð-
merkjum mínum. Allt þetta,
sagði prófdómarinn, átti rót
sína að rekja til lélegrar sjón-
þjálfunar. Hann tók nú við
stjórninni og ók í fimmtán mín-
útur, sýndi mér, hvers var að
gæta og hvernig bæri að varast
það. Þegar ég settist aftur við
stýrið eftir þessa stuttu
kennslustund, bætti ég árangur
minn um tuttugu stig.
Þrír sérfræðingar í umferða-
málum hafa sett fram fimm
höfuðreglur, sem ég tel, að hver
einasti bílstjóri, hversu mikla
reynslu sem hann annars kann
að hafa, ætti að fara eftir, því
að ég er sannfærður um, að
þær veita aukið öryggi og á-
32