Úrval - 01.12.1958, Síða 45
HVAÐ ER AÐ HJÓNABANDI ÞlNU?
ÚRVAL
var hálfnuð og aftur í lokin.
1 upphafi töldu þrjátíu og níu
sig ekki hafa neitt alvarlegt út
á konur sínar að setja. I ann-
að sinn hafði þeim fækkað um
tvo. I lok könnunarinnar voru
aðeins tuttugu og þrír sem ekki
gátu fundið neina alvarlega
galla hjá konum sínum.
Þannig eru þá staðreyndirnar
eins og þær litu út % augum eig-
inmannanna hundrað. Þeir sem
könnunina höfðu á hendi hafa
sínar skoðanir. Könnunin stóð
í fjögur ár og að henni lokinni
eru niðurstöður þeirra í stuttu
máli þessar:
Menn þessir fundu of margt
athugavert við hjónaband sitt.
Það var nauðsyniegt að skyggn-
ast bak við orð þeirra, bak við
það sem þeir töldu aðfinnslu-
vert. Það var nauðsynlegt að
ímynda sér þá fyrst af öllu
sem lítil börn, er væru mjög,
jafnvel átaklega mikið undir á-
hrifum af orðum og gerðum
foreldra sinna. Margir þeirra
voru andlega bæklaðir af ótta,
sem foreldrar þeirra höfðu lagt
þeim í brjóst, ótta við uppruna-
legar og fyllilega heilbrigðar
holdlegar langanir sínar. Þenn-
an ótta báru þeir áfram í brjósti
eftir að þeir voru orðnir full-
vaxta og kvæntir, og hann mein-
aði þeim að njóta þess í hjóna-
bandinu sem þeir þráðu, jafnt
í andlegum sem holdlegum efn-
um. Þeim hafði í bernsku verið
kennt að bæla niður þessar for-
boðnu náttúruhvatir, og svo
þegar hjónabandið lét þeim
ekki í tp þá andlegu og hold-
legu fullnægingu sem þeir
þörfnuðust og þráðu, vissu þeir
ekki, að þeirra sjálfra var sökin
fyrst og fremst og þar áður
foreldra þeirra. Hið eina sem
þeir sáu var förunautur þeirra
í ógæfunni. Og þessvegna
skelltu þeir skuldinni á konur
sínar.
★ ★ ★
Konuríki.
Það fer mikið orð af því að kvenþjóðin gerist æ umsvifa-
meiri í kaupsýslu- og stjórnmálum i Bandaríkjunum og styður
eftirfarandi atvik óneitanlega þá skoðun.
Kona nokkur kemur inn í skrifstofu kirkjugarðs í NeW
York. „Ég get ekki fundið leiði mannsins míns,“ segir hún. „En
ég veit að hann er grafinn nérna í garðinum."
„Hvað er nafnið?" spyr skrifstofumaðurinn.
„Thomas Jackson," segir hún.
Maðurinn gáir í spjaldskrá skrifstofunnar. „Þetta nafn er
hvergi hér,“ segir hann. „Hér er bara Elísabeth Jackson."
„Einmitt," sagði konan. „Það var allt á mínu nafni."
— Reader’s Digest.
43