Úrval - 01.12.1958, Blaðsíða 51
GEIMFARI A ANNARRI PLÁNETU
IJRVAL
eins og smástimi á ferð kring-
um tunglið.
,,Ég á heima í Moskvu,“ sagði
hann. „Mig langar heim.“
Jeppinn ók út á auða sléttu
og nam staðar. Við gengum
yfir ójöfnur, á milli hárra rusla-
hauga og brotinna véla, sem
réttu járnfleinana upp í loftið
eins og fætur á dauðu dýri.
Tveir austur-þýzkir lögreglu-
menn gættu þögulir mjóa stígs-
ins á milli bingjanna, og háir,
fægðir hjálmar þeirra blikuðu í
tunglsljósinu.
„Lögreglan fylgir yður í
gegn,“ sagði Nikolaj, „ég má
ekki fara lengra.“
Það var eitthvað svo kald-
ranalegt að standa þarna í rúst-
unum og mega ekki tala meira
hvor við annan.
„Ég vona, að við lærum að
skilja hvor annan betur,“ sagði
hann. Það stóðu tár í augum
hans. Við tókumst hátíðlega í
hendur, og ég horfði á eftir
honum, þegar hann fór. Svo
klöngraðist ég framhjá hreyf-
ingarlausum varðmönnunum og
kom á breitt, steinlagt svæði,
og á því miðju var stórt merki-
spjald, er sýndi skiptingu borg-
arinnar: „Enska svæðið.
Franska svæðið. Ameríska
svæðið. Rússneska svæðið“. Ég
stóð þama á báðum áttum á
auðum veginum og fannst ég
vera nýstiginn út úr geimfari
á annarri plánetu. Klukkan var
eitt eftir miðnætti. Hinum megin
við veginn sá ég sígarettuenda
glóa í myrkrinu og ég gat greint
nokkra menn, sem biðu þar eftir
einhverju. Eftir hverju, veit ég
ekki. Ég fékk mér leigubíl og
ók í næturklúbb, þar sem stúlka
tíndi af sér spjarirnar eina á
fætur annarri milli þess sem hún
smellti keyri.
Sá eini.
Ég var kominn upp í strætisvagninn þegar á eftir mér kom
ung kona með fullt fangið af pinklum og þar að auki bam á
handleggnum. Hún fór framhjá vagnstjóranum, en gaf honum
merki um, að hún kæmi aftur til að borga. Svo staðnæmdist
hún, leit í kringum sig og setti barnið frá sér í kjöltu manns,
sem sat í einu sætinu.
Það kom fát á manninn, en svo sagði hann: „Af hverju
völduð þér mig til að halda á barninu fyrir yður?“
Konan leit á hann brosandi. „Af því að þér eruð eini mað-
urinn hér sem er í regnkápu," sagði hún.
— Y. E. P.
Of margir fundir eru haldnir einu sinni í mánuði einungis
vegna þess að mánuður er liðinn síðan síðasti fundur var hald-
inn.
Bill Vaughan, Bell Syndicate.
49