Úrval - 01.12.1958, Side 54
TjRVAL
gremju og reiði. Ég held, að ég
hafi kært þetta fyrir hverjum
einasta liðsforingja í starfslið-
inu, áður en mér kom til hugar
að ganga á fund hins seka og
heimta, að mér yrði fengið ann-
að starf. Ofurstinn, yfirmaður
minn, varð alveg forviða. Hann
sagðist einungis hafa hlaupið í
skarðið vegna þess, að hann
hélt, að ég hefði svo mikið að
gera, en ef mig langaði til að
taka það að mér, væri það meira
en guðvelkomið.
Ég fór frá honum með endur-
heimt sjálfstraust, og stuttu
seinna gekk ég aftur á fund
hans og bað um að mega losna
við teikningarnar, þar eð ég
RÁÐ, SEM DUGÐI
hefði nú meira að gera en' ég
gæti komizt yfir.
I níu af hverjum tíu tilfellum
kemst maður að raun um með
því að „ganga á fund hans“, að
áhyggjumar og óþægindin eru
annað hvort uppspunnin að
mestu eða þá auðleyst. I einu
tilfellinu, því tíunda, getur þetta
verið á annan veg. Eitt sinn fór
ég að hitta atvinnurekanda til
að reyna að losa mig við þá leiðu
ímyndun, að ég starfaði ekki
eins og honum líkaði, og komst
að raun um, að hann hafði ein-
mitt þá skoðun á málunum.
En jafnvel þá, í verstu tilfell-
unum, er heilræðið í góðu gildi.
Það er alltaf betra að vita vissu
sína.
Hálfur magi betri en enginn
Grein úr „Family Doctor“,
eftir Cecil
STÖÐUGUR verkur í magan-
um er næstum óbærilegur,
og sama máli gegnir um verk,
sem maður finnur til aftur og
aftur. Hvort tveggja gerir fólk
geðvont, svartsýnt á Iífið og
erfitt í sambúð. Það horast nið-
ur og hættir að hafa áhuga á
starfi sínu og fjölskyldu.
Ef við fáum verk einhvers
Wakeley.
staðar, eigum við ekki að láta
það danka og fara sem verkast
vill. Við skulum leggja okkur
á minnið, að verkurinn er ör-
yggisventill, sem náttúran hefur
útbúið svo snilldarlega til að
vara okkur við yfirvofandi
hættu. Magaverkur, sem ekki
hverfur fljótlega eða lætur sér
segjast við einfaldar aðgerðir,
52