Úrval - 01.12.1958, Side 58
Bantunegrar heilsa hver öðrum með því
að segja: „Þú átt kraftinn“. Trúin á lífs-
kraftinn er lykill þeirra að tilverunni.
„Sýn mér trú þína af verkunum"
Grein úr „VI“,
eftir Ake Sparring.
ETTA gerðist í Katanga,
nánar tiltekið í Kolwezi,
stað sem ekki finnst á neinu
landabréfi, en er engu að síð-
ur hátt skráður á kauphöllun-
um í London og New York,
vegna auðlegðar sinnar að
hvers kyns hráefnum. Ég var
gestur Union Miniére, námu-
félagsins, sem eitt borgar 20%
af öllum sköttum í Kongó, og
sem eitt hefur breytt Katanga
úr eyðimörk í auðugasta námu-
svæði Mið-Afríku. I fylgd með
einum forstjóranna hafði ég
gengið um íbúðarhverfi inn-
fæddra verkamanna, séð raf-
orkuver við Lualaba, heimsótt
kopargryfjur af afríkönskum
uppruna og að lokum eytt heil-
um klukkutíma í að skoða nýjar
námur, þar sem risavaxnar
mokstursvélar skófluðu upp
rauðum jarðveginum og fylltu
hvern 20 tonna vörubílinn á
fætur öðrum. Kopar, kóbalt,
úran, zink, tin, germaníum . . .
langar, silalegar lestir fluttu
málminn til hafnarborganna á
austur- og vesturströndinni.
— Og hvað er nú mesta
vandamálið, sem þið eigið við
að stríða? spurði ég með hug-
ann við vaxandi kynþáttahatur.
Námufélagið hafði lagt fé svo
milljónum skipti í iðnfyrirtæki
í Katanga.
— Blaðamenn og stjórnmála-
menn, svaraði forstjórinn hik-
laust. Allir, sem koma hingað í
skyndiheimsókn og þykjast til
þess kjömir að segja akkur og
öllum heiminum, hvernig hér
eigi að stjórna.
Ég gat ekki annað en bros-
að, því að þessi setning virtist
hafa legið í loftinu allan dag-
inn — hér í Katanga, eins og
víðar í Afríku. Hvítu mennirnir,
sem búsettir eru í „álfunni
svörtu“, virðast ofnæmir fyr-
ir evrópskri gagnrýni. Og þeir
hafa mikið til síns máls, þegar
þeir telja þessa gagnrýni
byggða á vanþekkingu. Það eru
uppi ýmis vandamál í Afríku
sem erfitt er að kryfja til
mergjar í fljótu bragði, hvað þá
að lausn þeirra liggi í augum
uppi. En þessum góðu herrum
56