Úrval - 01.12.1958, Side 72
Ónafngreind stúlka segir kynsystur
sinni, blaðakonu, frá lífs-
reynslu sinni:
ÉG ER ALBÍIMÓ
IJr „World Digest“,
skráð af Mary Elizabeth Counselman.
"C'KKERT stendur mér eins
ljóslifandi fyrir hugskots-
sjónum og atvik sem gerðist
þegar ég var sextán ára. Eg
sat ein útaf fyrir mig á braut-
arstöð. Nálægt mér var hópur
ungra stúlkna. Þær voru að
leggja af stað í sumarleyfi. Mig
dauðlangaði að slást í hópinn
og lagði hlustirnar við samræð-
um þeirra.
„Ö, mér finnst blá augu blátt
áfram andstyggileg! Bara að
ég hefði græn augu eins og
þú!“
„Ha! Ég skal skipta! Strák-
um þykja blá augu fallegust.
Þau eru svo rómantísk . . . !“
„Nei, er það? En guð hvað
mig langar til að hafa dökk-
brúnt hár, eins og Sylvía. Eða
Ijósgult eins og Anna. Ekki
svona skolleitt eins og ég hef.
Það er svo hræðilegt að vera
nákvæmlega eins og allir aðr-
ir . . .“
Ég brosti kuldalega um leið og
ég grúfði mig niður í tímaritið
sem ég var að lesa; svo nærri
að ég rak næstum nefið í síð-
una og horfði píreygð gegnum
þykku gleraugun sem ég hafði
notað síðan ég var barn.
Ég var ekki sammála þessari
stúlku. Ég hefði tekið fegins-
hendi við bláu augunum henn-
ar og skollita hárinu. Já, meira
að segja hvaða lit sem var . . .
allt var betra en enginn litur!
Ég skal segja yður, ég er
nefnilega albínó.
Augu mín eru litlaus, þó að
þau sýnist vera ljósrauð. Hárið
er litlaust — ekki ljóst, held-
ur hvítt. Skjannahvítt eins og
' pappírsörk. Svo hvítt að ég verð
að þvo það þrisvar í viku ef ég
vil hafa það þriflegt. Hörund
mitt er náhvítt — eins og fisk-
roð. Það verður aldrei sólbrúnt,
fær ekki einu sinni á sig heil-
brigðan roða. Sjálf orðaði ég
það stundum svo, þegar beiskj-
an var sárust í brjósti mínu, að
ég væri í útliti eins og ég hefði
lifað undir steini allt mitt líf.
Vísindin segja að þetta útlit
mitt sé tilkomið við stökkbreyt-
ingu. Fyrirbrigðið er ákaflega
fátítt; sjálf hef ég séð aðeins
tvo algera albínóa á allri ævi
minni. Ekki er nákvæmlega vit-
62