Úrval - 01.12.1958, Page 78
Hagnýting sólorkunnar
Grein úr „The Unesco Courier",
eftir Daniel Behrman.
Orkuþurrðin á jörðinni er ekki endanlega úr sögunni sem vanda-
mál með tilkomu kjarnorkunnar meðan óleystur er sá vandi að
gera úrgangsefni frá kjarnorkuverum óskaðleg. Þessvegna er stöð-
ugt haldið áfram leit að nýjum orkulindum. Ein þeirra er sólarork-
an. I mörgum löndum fara nú fram víðtœkar tilraunir til hagnýt-
ingar hennar á samkeppnisfcerum grundvelli við aðrar orkulindir.
Nýlega var háldin alþjóðafundur um þessi mál i Erakklandi og
báru vísindamenn frá ýmsum löndum þar saman bœkur sínar.
Fréttamaður frá Menningar- og vísiridastofnun S. Þ. var þar við-
staddur og hafði tal af fulltrúum frá ýmsum löndum. Greinin hér á
eftir er samin upp úr þéim viðtölum.
Ifjölmörgum löndum heims
hefur orka sólarinnar verið
beizluð og tekin til notkunar
í daglega lífinu í æ stærri stíl.
Bæði í Afríku, Evrópu og
Bandaríkjunum er hægt að
kaupa tæki, knúin sólorku, sem
hita vatnið á heimilunum. I
Frakklandi og víðar eru sólofn-
ar að opna nýja möguleika í
stálvinnslu og framleiðslu efna,
er þola gífurlegan hita. I Sovét-
ríkjunum eru sólknúnar kæli-
vélar orðnar samkeppnisfærar
við þau tæki, sem þegar eru
þekkt á sviði kælitækninnar, og
í Israel er verið að reisa fyrstu
verksmiðju heims, sem notar
,,sólgufu“ til framleiðslu sinn-
ar.
Þetta er aðeins fátt af því,
er dregið var fram í dagsljósið
á nýlokinni ráðstefnu um hak-
nýtingu sólorkunnar, er hald-
in var í Mont-Louis í Pyrenea-
fjöllum að tilhlutan franskrar
vísindastofnunar.
Á ráðstefnunni, sem stóð í
eina viku, komu fram upplýs-
ingar frá Frakklandi, Stóra-
Bretlandi, Vestur-Þýzkalandi,
Spáni, Bandaríkjunum, ísrael,
Sovétríkjunum og Júgóslavíu.
Og eins og oft er á slíkum
ráðstefnum, voru smáatriðin
dregin saman í eina heild, þann-
ig að glögg mynd fékkst af
þessari starfsemi.
1 skýrslum sérfræðinganna
kom skýrt í Ijós, hve víðtæk
68