Úrval - 01.12.1958, Qupperneq 83
Opíumreykingar í Kowloon
Úr „New Statesman“,
eftir Lois Mitchison.
r r
EG reykti fyrstu opiumpípuna
með Hank, ameríska frétta-
myndatökumanninum, í gamla
borgarhlutanum í Kowloon í
Hong Kong. Hank var með kvik-
myndatökuvélarnar sínar og
túlkurinn okkar spurði fólk
fyrst í hálfum hljóðum en síðan
upphátt, hvort enginn gæti vísað
sér á stað, þar sem hann gæti
fengið cpíum handa hinum auð-
ugu útlendingum. Það var nóg
til af ópíum á þessum slóðum,
við fundum þefinn af því, hann
var sterkur og ekki óþægilegur.
En flestir voru tregir að veita
okkur þær upplýsingar, sem við
báðum um, því að þeir höfðu
illan bifur á myndavélum
Hanks.
Það var sem sé ekki óhugs-
andi að Hank væri lögreglu-
njósnari, enda þótt túlkurinn
mótmælti því kröftuglega. Hong
Kong er brezk nýlenda, og ópí-
umreykingar eru jafn ólöglegar
þar og á Bretlandi sjálfu, hitt
er svo annað mál, að miklu
fleiri reykja ópíum í nýlendunni.
Þó er þar yfirleitt farið varlega
í sakirnar og aðallega reykt í
einkahíbýlum. Öðru máli gegnir
um gamla borgarhlutann í Kow-
lon.
Kowloon er iðnaðarútborg
Hong Kong og liggur um 48
km. frá kínversku landamærun-
um. Gamli borgarhlutinn er í
miðri Kowloon og tekur um tíu
mínútur að komast þangað með
strætisvagni frá höfninni. En
þessi staður á ekki sinn líka í
allri nýlendunni. Þetta var hin
forna Kowloon, sem lenti á yfir-
ráðasvæði Breta þegar þeir tóku
landið og þorpin umhverfis á
leigu til 99 ára 1898. Borgin
sjálf skyldi vera kínverskt yf-
irráðasvæði, meðan borgarbúar
brytu ekkert af sér í samskipt-
unum við Breta. Innan fárra
mánaða lögðu Bretar borgina
þó undir sig, og báru við óstýri-
læti Kínverja. Síðan hafa _marg-
ar ríkisstjórnir setið að völdum
í Kína, en engin þeirra hefur
viðurkennt rétt Breta til að
hertaka borgina, jafnvel ekki
Kuomintangstjórnin og komm-
únistarnir hafa verið sama sinn-
is í því máli.
Afleiðingin er sú, að nýlendu-
stjóminni í Hong Kong er gamli
borgarhlutinn hálfgert feimnis-
73